Viðskipti innlent

Nýir fram­kvæmda­stjórar hjá Ekrunni og Emm­ess­ís

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Erla Björgvinsdóttir og Kristján Geir Gunnarsson.
Hildur Erla Björgvinsdóttir og Kristján Geir Gunnarsson. Aðsend

Tvær breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn 1912 samstæðu þar sem Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur fært sig um set innan samstæðunnar og verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar, dótturfélags 1912. Í hennar stað hefur Kristján Geir Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Emmessíss.

Í tilkynningunni segir að Hildur Erla Björgvinsdóttir hafi starfað í yfir tuttugu ár sem stjórnandi og setið í stjórn nokkurra fyrirtækja. 

Hún sé með B.A. gráðu í sálfræði frá Florida International University og M.Sc. gráðu í stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá sama háskóla. 

Þá segir að Kristján Geir hafi tuttugu ára reynslu af stjórnun og hafi áður starfað meðal annars sem rekstrarstjóri hjá Gerði ehf, framkvæmdastjóri Odda og framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. 

Hann sé með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×