Viðskipti innlent

Hagar ráða for­stöðu­mann sjálf­bærni og sam­fé­lags­á­byrgðar

Árni Sæberg skrifar
Anton Birkir Sigfússon, fyrsti forstöðumaður sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum.
Anton Birkir Sigfússon, fyrsti forstöðumaður sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum. Hagar

Anton Birkir Sigfússon hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum hf.. Í starfinu mun hann halda áfram að móta og innleiða stefnur, markmið og aðgerðaráætlanir félagsins tengdum málaflokknum ásamt því að hafa umsjón með sjálfbærniuppgjöri Haga.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu um ráðninguna. Þar segir að Anton komi til Haga frá Klöppum, hugbúnaðarfyrirtæki á sviði sjálfbærni, þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri sjálfbærni og vaxtar. 

Anton er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Hagar hafa frá upphafi lagt metnað í að þjóna neytendum á Íslandi með ábyrgum hætti og stefnum við að því að vera áfram til fyrirmyndar þegar kemur að sjálfbærni í öllum okkar rekstri. Mikilvægi málaflokksins hefur aldrei verið meira og sýnir það sig bæði í auknum samfélagslegum og lagalegum kröfum tengdum sjálfbærni fyrirtækja, en einnig sjálfsögðum væntingum viðskiptavina um að starfsemi sé samfélagslega ábyrg. Anton býr að mikilvægri reynslu á þessu sviði úr fyrri störfum og því fengur að því að fá hann til liðs við það öfluga teymi sem fyrir er hjá Högum og dótturfélögum,“ er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×