Víða leynast gersemar í geymslum Eyjólfur Pálsson skrifar 8. september 2023 11:01 Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili. Þessi nýjungagirni er sem betur fer á undanhaldi og fólk gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi vandaðrar hönnunar og sjálfbærni. Það á ekki bara við um kaup á vönduðum vörum sem endast vel heldur ekki síður um að nýta betur eldri húsmuni sem fyrirfinnast. Það leynast víða gersemar í geymslum! Sjálfbærni og virðing Loftslagsváin er stóra áskorun samtímans og við þurfum öll að huga að sjálfbærni. Framleiðslu á nýjum húsgögnum fylgir drjúgt kolefnisspor en með því að nýta eldri húsmuni drögum við úr eftirspurn eftir nýjum efnum, verndum náttúruauðlindir og drögum úr kolefnisspori, bæði þegar kemur að framleiðslu og flutningum. Það er einnig mikilvægt að varðveita og heiðra menningu okkar og við eigum að bera virðingu fyrir fallegri hönnun og vönduðu handverki. Það er góð leið til að heiðra og halda tengslum við menningarsöguna að nýta eldri húsmuni sem margir hverjir hafa mikla sögu að geyma. Vönduð og vel hönnuð húsgögn eru gulls ígildi og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim og helst að nýta. Hagkvæmni til framtíðar Hagkvæmni er af hinu góða og vert er að hafa í huga að ódýrasta varan er ekki alltaf ódýrust þegar gæði og líftími vöru eru tekin með í reikninginn. Rammasamningar eru til þess fallnir að hvetja opinberar stofnanir til að velja ódýrasta tilboðið þegar kemur að innréttingum. Léleg og illa smíðuð húsgögn geta því orðið fyrir valinu og afleiðingin sú að endurnýja þarf flest húsgögnin innan örfárra ára. Ég veit því miður um nokkur slík tilvik. Við verðum að gera kröfu um gæði og lágmarks líftíma og huga að hagkvæmni til framtíðar. Alþingi og Landsbanki til fyrirmyndar Að innrétta opinberar byggingar getur verið kostnaðarsamt. Það getur því verið afar hagkvæmt að velja að nýta vandaða eldri muni auk þess sem það styður við iðnað og handverk í landinu, ef þeir þarfnast lagfæringa. Það gladdi hjarta mitt að frétta af tveimur nýlegum og umfangsmiklum verkefnum þar sem ráðdeild og virðing fyrir sígildri og vandaðri hönnun var höfð að leiðarljósi. Við val á húsbúnaði fyrir nýbyggingu Alþingis var byrjað á að líta í geymslur og þar fundust 160 vel smíðaðir og góðir íslenskir stólar. Nú stendur yfir vinna við að endurbólstra þá og munu þeir eflaust eiga gott framhaldslíf! Hið sama var upp á teningnum þegar kom að innréttingum í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. Þar var einnig hugað að sjálfbærni og klassískri hönnun og gæðahúsgögn og eldri hönnunarmunir frá aflögðum útibúum bankans nýttir til að prýða nýja húsnæðið. Látum þessi tvö ánægjulegu dæmi verða okkur hvatning til að skoða hvað leynist í geymslum, hvort sem það er heima við eða á vinnustað, og endurnýta eða gera upp vandaðar hönnunarvörur í stað þess að kaupa nýtt, ef þess er nokkur kostur. Auk þess að vera hagkvæmir og sjálfbærir, skapa eldri gripir oft einstök og skemmtileg tækifæri í hönnun og samsetningu. Það eykur virðingu fyrir hönnun og vönduðu handverki, og tryggir varðveislu menningarminja. Höfundur er stofnandi Epal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Landsbankinn Alþingi Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili. Þessi nýjungagirni er sem betur fer á undanhaldi og fólk gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi vandaðrar hönnunar og sjálfbærni. Það á ekki bara við um kaup á vönduðum vörum sem endast vel heldur ekki síður um að nýta betur eldri húsmuni sem fyrirfinnast. Það leynast víða gersemar í geymslum! Sjálfbærni og virðing Loftslagsváin er stóra áskorun samtímans og við þurfum öll að huga að sjálfbærni. Framleiðslu á nýjum húsgögnum fylgir drjúgt kolefnisspor en með því að nýta eldri húsmuni drögum við úr eftirspurn eftir nýjum efnum, verndum náttúruauðlindir og drögum úr kolefnisspori, bæði þegar kemur að framleiðslu og flutningum. Það er einnig mikilvægt að varðveita og heiðra menningu okkar og við eigum að bera virðingu fyrir fallegri hönnun og vönduðu handverki. Það er góð leið til að heiðra og halda tengslum við menningarsöguna að nýta eldri húsmuni sem margir hverjir hafa mikla sögu að geyma. Vönduð og vel hönnuð húsgögn eru gulls ígildi og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim og helst að nýta. Hagkvæmni til framtíðar Hagkvæmni er af hinu góða og vert er að hafa í huga að ódýrasta varan er ekki alltaf ódýrust þegar gæði og líftími vöru eru tekin með í reikninginn. Rammasamningar eru til þess fallnir að hvetja opinberar stofnanir til að velja ódýrasta tilboðið þegar kemur að innréttingum. Léleg og illa smíðuð húsgögn geta því orðið fyrir valinu og afleiðingin sú að endurnýja þarf flest húsgögnin innan örfárra ára. Ég veit því miður um nokkur slík tilvik. Við verðum að gera kröfu um gæði og lágmarks líftíma og huga að hagkvæmni til framtíðar. Alþingi og Landsbanki til fyrirmyndar Að innrétta opinberar byggingar getur verið kostnaðarsamt. Það getur því verið afar hagkvæmt að velja að nýta vandaða eldri muni auk þess sem það styður við iðnað og handverk í landinu, ef þeir þarfnast lagfæringa. Það gladdi hjarta mitt að frétta af tveimur nýlegum og umfangsmiklum verkefnum þar sem ráðdeild og virðing fyrir sígildri og vandaðri hönnun var höfð að leiðarljósi. Við val á húsbúnaði fyrir nýbyggingu Alþingis var byrjað á að líta í geymslur og þar fundust 160 vel smíðaðir og góðir íslenskir stólar. Nú stendur yfir vinna við að endurbólstra þá og munu þeir eflaust eiga gott framhaldslíf! Hið sama var upp á teningnum þegar kom að innréttingum í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. Þar var einnig hugað að sjálfbærni og klassískri hönnun og gæðahúsgögn og eldri hönnunarmunir frá aflögðum útibúum bankans nýttir til að prýða nýja húsnæðið. Látum þessi tvö ánægjulegu dæmi verða okkur hvatning til að skoða hvað leynist í geymslum, hvort sem það er heima við eða á vinnustað, og endurnýta eða gera upp vandaðar hönnunarvörur í stað þess að kaupa nýtt, ef þess er nokkur kostur. Auk þess að vera hagkvæmir og sjálfbærir, skapa eldri gripir oft einstök og skemmtileg tækifæri í hönnun og samsetningu. Það eykur virðingu fyrir hönnun og vönduðu handverki, og tryggir varðveislu menningarminja. Höfundur er stofnandi Epal.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar