Átak í húsnæðismálum og loftslagsmálum Aðalsteinn Ólafsson skrifar 7. september 2023 15:00 Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Umhverfisáhrif bygginga eru mikil og er þar losun gróðurhúsalofttegunda stór þáttur. Áætlað er að byggingageirinn beri ábyrgð á 30-40% losunar á heimsvísu. Bygging 100 fermetra íbúðar úr steinsteypu losar um 35 tonn af koltvísýringi. Bygging 3500 slíkra íbúða losar því um 120 þúsund tonn, sem er sambærilegt við akstur 50 þúsund bensínknúinna einkabíla á einu ári. Ekki má gleyma aukinni losun sem fylgir undirbúningi lóða, gatnagerð og veituframkvæmdum. Í stærra samhengi má nefna aukningu í losun sem fylgir fólksfjölgun, sem kemur fram á flestum sviðum samfélagsins. Íbúðarhúsnæði er um helmingur húsnæðis á Íslandi og því má gera ráð fyrir að samhliða þessu þurfi að byggja mikið af atvinnuhúsnæði og öðru sérhæfðu húsnæði. Loftslagsbreytingar eru alvarlegt vandamál sem þjóðir heims berjast gegn og Ísland leggur sitt af mörkum í þeirri baráttu. Stjórnvöld hafa sett fram markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ætlunin er að minnka losun á árunum 2005 til 2030, um 30%. Erfiðlega hefur gengið að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og langt er í land með að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Ríkisstjórnin hefur einnig sett af stað vinnu við markmið um sjálfbæra þróun, undir nafninu Sjálfbært Ísland. Húsnæðisstefna verður að sjálfsögðu að falla undir þessi markmið sem þýðir að byggingariðnaður verður að stefna að kolefnishlutleysi ef markmiðin eiga að nást. Fyrsta aðgerð til að takmarka losun í byggingariðnaði er að byggja minna. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, eins og betri nýting núverandi húsnæðis, breytingar í stað niðurrifs og aukin endurnotkun byggingarefna. Önnur aðgerð er að draga úr losun frá byggingu nýrra íbúða. Auka verður hlutfall byggingarefna með litla losun og draga úr framleiðslu úrgangs í byggingarstarfsemi. Jarðefnaeldsneyti er notað við flutning byggingarefna og við vinnu á verkstað. Draga verður úr þessari orkunotkun um leið og hreinni orkugjafar eru innleiddir. Nú þegar hafa aðilar í byggingariðnaði sýnt áhuga og frumkvæði á þessu sviði. Mannvirkjageirinn ásamt stjórnvöldum hafa sett af stað metnaðarfullt verkefni undir heitinu - Byggjum Grænni Framtíð sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga með skilgreindum aðgerðum. En aðgerðir eru ennþá að mestu á undirbúningsstigi og fyrirsjáanlegt er að áhrif þeirra verða takmörkuð á næstu tíu árum. Nú þegar hraða á byggingu húsnæðis verður á sama tíma að hraða aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kostnaður er helsta hindrun í vegi þeirra sem vilja byggja með litlu kolefnisspori eða endurnota úreltar byggingar. Stjórnvöld verða að jafna leikinn á samkeppnismarkaði til að hjólin fari að snúast. Norðurlönd eru að taka upp hámark á losun nýrra bygginga og brýnt er að Ísland innleiði sama kerfi sem fyrst. Kolefnisgjald er ein skilvirkasta aðgerð í loftslagsmálum og sjálfsagt er að beita henni á byggingastarfsemi, til að umbuna þeim sem eru tilbúnir að byggja betri heim. Höfundur er starfsmaður Grænni byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Umhverfisáhrif bygginga eru mikil og er þar losun gróðurhúsalofttegunda stór þáttur. Áætlað er að byggingageirinn beri ábyrgð á 30-40% losunar á heimsvísu. Bygging 100 fermetra íbúðar úr steinsteypu losar um 35 tonn af koltvísýringi. Bygging 3500 slíkra íbúða losar því um 120 þúsund tonn, sem er sambærilegt við akstur 50 þúsund bensínknúinna einkabíla á einu ári. Ekki má gleyma aukinni losun sem fylgir undirbúningi lóða, gatnagerð og veituframkvæmdum. Í stærra samhengi má nefna aukningu í losun sem fylgir fólksfjölgun, sem kemur fram á flestum sviðum samfélagsins. Íbúðarhúsnæði er um helmingur húsnæðis á Íslandi og því má gera ráð fyrir að samhliða þessu þurfi að byggja mikið af atvinnuhúsnæði og öðru sérhæfðu húsnæði. Loftslagsbreytingar eru alvarlegt vandamál sem þjóðir heims berjast gegn og Ísland leggur sitt af mörkum í þeirri baráttu. Stjórnvöld hafa sett fram markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ætlunin er að minnka losun á árunum 2005 til 2030, um 30%. Erfiðlega hefur gengið að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og langt er í land með að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Ríkisstjórnin hefur einnig sett af stað vinnu við markmið um sjálfbæra þróun, undir nafninu Sjálfbært Ísland. Húsnæðisstefna verður að sjálfsögðu að falla undir þessi markmið sem þýðir að byggingariðnaður verður að stefna að kolefnishlutleysi ef markmiðin eiga að nást. Fyrsta aðgerð til að takmarka losun í byggingariðnaði er að byggja minna. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, eins og betri nýting núverandi húsnæðis, breytingar í stað niðurrifs og aukin endurnotkun byggingarefna. Önnur aðgerð er að draga úr losun frá byggingu nýrra íbúða. Auka verður hlutfall byggingarefna með litla losun og draga úr framleiðslu úrgangs í byggingarstarfsemi. Jarðefnaeldsneyti er notað við flutning byggingarefna og við vinnu á verkstað. Draga verður úr þessari orkunotkun um leið og hreinni orkugjafar eru innleiddir. Nú þegar hafa aðilar í byggingariðnaði sýnt áhuga og frumkvæði á þessu sviði. Mannvirkjageirinn ásamt stjórnvöldum hafa sett af stað metnaðarfullt verkefni undir heitinu - Byggjum Grænni Framtíð sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga með skilgreindum aðgerðum. En aðgerðir eru ennþá að mestu á undirbúningsstigi og fyrirsjáanlegt er að áhrif þeirra verða takmörkuð á næstu tíu árum. Nú þegar hraða á byggingu húsnæðis verður á sama tíma að hraða aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kostnaður er helsta hindrun í vegi þeirra sem vilja byggja með litlu kolefnisspori eða endurnota úreltar byggingar. Stjórnvöld verða að jafna leikinn á samkeppnismarkaði til að hjólin fari að snúast. Norðurlönd eru að taka upp hámark á losun nýrra bygginga og brýnt er að Ísland innleiði sama kerfi sem fyrst. Kolefnisgjald er ein skilvirkasta aðgerð í loftslagsmálum og sjálfsagt er að beita henni á byggingastarfsemi, til að umbuna þeim sem eru tilbúnir að byggja betri heim. Höfundur er starfsmaður Grænni byggðar.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun