Viðskipti innlent

Stefán Örn og Guðni Kári til OK

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Örn Viðarsson og Guðni Kári Gylfason.
Stefán Örn Viðarsson og Guðni Kári Gylfason. OK

Stefán Örn Viðarsson og Guðni Kári Gylfason hafa verið ráðnir viðskiptastjórar hjá OK.

Í tilkynningu segir að Stefán Örn hafi starfað í tæknigeiranum frá árinu 1996 og komi til OK frá Marel þar sem hann hafi stýrt IT teymum bæði á Íslandi og í Danmörku. 

„Stefán Örn hefur meðal annars byggt upp og rekið kerfisleiguhýsingar hjá Advania á Akureyri og TRS á Selfossi, fyrst sem tæknimaður og síðar sem tæknistjóri. Stefán Örn er með IT Professional diplómu frá SAIT tækniháskóla í Kanada og stjórnendanámi Háskólans á Akureyri ásamt fjölda af gráðum frá Microsoft.

Guðni Kári Gylfason hefur einnig tekið við stöðu viðskiptastjóra hjá OK. Guðni Kári hefur víðtæka reynslu af tækni, framkvæmdum, sölu og þjónustu en hann hefur starfað í tæknigeiranum frá árinu 2007. Guðni starfaði lengst af hjá Icelandair Hotels þar sem hann vann að uppbyggingu miðlægrar tæknideildar, tók við sem IT Manager og tilheyrði tæknistjóra teymi Icelandair Group. Síðustu ár hefur hann starfað sem tæknilegur rekstrarráðgjafi þar sem að hann hefur brúað bilið milli tækni og reksturs,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×