Viðskipti innlent

Hafsteinn Dan til liðs við HR

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hafsteinn er laganemum HÍ, sem þreytt hafa próf í almennri lögfræði, að góðu kunnur. Hann mun framvegis kenna í HR.
Hafsteinn er laganemum HÍ, sem þreytt hafa próf í almennri lögfræði, að góðu kunnur. Hann mun framvegis kenna í HR. HÍ/vísir

Hafsteinn Dan Kristjánsson, sem starfað hefur sem kennari við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2009, hefur ákveðið að færa sig um set og kenna við lagadeild HR.

„Ég hef verið í fjórtán ár í heildina hjá HÍ síðasta árið sem lektor,“ segir Hafsteinn sem staðfestir vistaskiptin í samtali við Vísi. „Ég mun kenna svipað og ég hef kennt hingað til, stjórnsýslurétt, almennuna og heimspeki. Engin grundvallarbreyting þar á,“ bætir hann við en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um vistaskiptin eða ástæður þeirra.

Hafsteinn útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá HÍ árið 2009 og hélt í kjölfarið í mastersnám við Oxford-háskóla í Bretlandi. Hann útskrifaðist svo með LL.M gráðu frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum árið 2016. 

Hann hóf störf sem stundakennari við lagadeild HÍ árið 2009, samhliða lögfræðistörfum hjá Umboðsmanni Alþingis. Árið 2013 tók hann við stöðu sem aðstoðarmaður Umboðsmanns og sama ár varð hann aðjúnkt við lagadeild háskólans. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×