Viðskipti innlent

Katrín Helga til Samorku

Jón Þór Stefánsson skrifar
Katrín Helga hefur fjölbreytta reynslu á sviði lögfræði, úr atvinnulífinu og af opinberri stjórnsýslu.
Katrín Helga hefur fjölbreytta reynslu á sviði lögfræði, úr atvinnulífinu og af opinberri stjórnsýslu. Vísir/Aðsend

Katrín Helga Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Samorku. Greint er frá þessu í tilkynningu frá félaginu.

Fram kemur að Katrín Helga hafi fjölbreytta reynslu á sviði lögfræði, úr atvinnulífinu og af opinberri stjórnsýslu. Frá árinu 2000 til 2014 starfaði hún í lögmennsku, einkum á sviði fjármála- og fyrirtækjalögfræði og var meðeigandi á lögmannsstofunni BBA Legal.

Frá 2013 til 2018 starfaði Katrín við kennslu á Bifröst meðal annars á sviði kröfuréttar og í stjórnarháttum fyrirtækja. Katrín kemur til Samorku frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þar sem hún var starfandi framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur síðastliðin tvö ár.

Tekið er fram að samhliða föstum störfum hafi Katrín Helga setið í fstjórnum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×