Sameina svið hjá Icelandair Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 18:54 Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs. Icelandair Leiðakerfis-og sölusvið og þjónustu-og markaðssvið flugfélagsins Icelandair verða sameinuðu í eitt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á skipulagi félagsins með það að markmiði að bæta rekstrarárangur þess enn frekar. Kjarninn sé að sameina sviðin tvö í eitt öflugt svið sem fer með sölu, þjónustu, markaðsmál og stjórnun leiðakerfis félagsins, þar sem áframhaldandi áhersla á upplifun viðskiptavina verður í forgrunni, að því er segir í tilkynningu. Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri nýs sameinaðs sviðs og Sylvía Kristín Ólafsdóttir færist úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála og tekur við af Jens Bjarnasyni sem framkvæmdastjóri rekstrar. Jens mun starfa áfram hjá félaginu sem ráðgjafi í stefnumótandi verkefnum og heyra beint undir forstjóra. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair að forsvarsmenn félagsins sjái mikil tækifæri á öllum mörkuðum sínum næstu misseri. Einföldun þessi á skipulagi sé liður í því að bæta rekstrarárangur félagsins á sama tíma og það vinni að metnaðarfullum áætlunum sínum. „Með sameinuðu tekju-, þjónustu- og markaðssviði munum við styrkja áherslu okkar enn frekar á upplifun viðskiptavina í allri okkar starfsemi ásamt því að halda áfram að stuðla að sterkri tekjumyndun. Tómas mun taka við sameinuðu sviði en hann hefur leitt tekjusvið félagsins, uppbyggingu leiðakerfisins og viðskiptaþróun á undanförnum árum,“ segir Bogi. „Sylvía mun taka við rekstrarsviði félagsins og nýtir þar breiðan bakgrunn úr flugrekstri, stjórnun leiðakerfis og við uppbyggingu þjónustuupplifunar sem hún hefur leitt síðustu 18 mánuði. Jens býr yfir áratuga reynslu úr flugiðnaði og hjá Icelandair og mun gegna mikilvægu hlutverki í stefnumótandi verkefnum, meðal annars við að tryggja innleiðingu Airbus flugvéla inn í flota Icelandair á næstu árum. Jens mun vinna með framkvæmdastjóra rekstrar á næstu mánuðum.“ Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Tómas hefur verið framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer) síðan 2021 og var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar á árunum 2019 til 2021, að því er segir í tilkynningu Icelandair. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs WOW air á árinu 2018 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar hjá Icelandair til margra ára. Tómas er með MBA gráðu og MSc. gráðu í verkfræði með áherslu á aðfangakeðjur og flugfélög frá MIT Sloan School of Management í Boston sem og BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sylvía hefur verið framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála frá 2022. Fyrir það starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía kom fyrst til starfa hjá Icelandair árið 2018 sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Hún starfaði hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind, markaðsmál og vöruþróun fyrir vefbækur. Sylvía er með M.Sc. próf í operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía er stjórnarformaður Íslandssjóða. Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á skipulagi félagsins með það að markmiði að bæta rekstrarárangur þess enn frekar. Kjarninn sé að sameina sviðin tvö í eitt öflugt svið sem fer með sölu, þjónustu, markaðsmál og stjórnun leiðakerfis félagsins, þar sem áframhaldandi áhersla á upplifun viðskiptavina verður í forgrunni, að því er segir í tilkynningu. Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri nýs sameinaðs sviðs og Sylvía Kristín Ólafsdóttir færist úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála og tekur við af Jens Bjarnasyni sem framkvæmdastjóri rekstrar. Jens mun starfa áfram hjá félaginu sem ráðgjafi í stefnumótandi verkefnum og heyra beint undir forstjóra. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair að forsvarsmenn félagsins sjái mikil tækifæri á öllum mörkuðum sínum næstu misseri. Einföldun þessi á skipulagi sé liður í því að bæta rekstrarárangur félagsins á sama tíma og það vinni að metnaðarfullum áætlunum sínum. „Með sameinuðu tekju-, þjónustu- og markaðssviði munum við styrkja áherslu okkar enn frekar á upplifun viðskiptavina í allri okkar starfsemi ásamt því að halda áfram að stuðla að sterkri tekjumyndun. Tómas mun taka við sameinuðu sviði en hann hefur leitt tekjusvið félagsins, uppbyggingu leiðakerfisins og viðskiptaþróun á undanförnum árum,“ segir Bogi. „Sylvía mun taka við rekstrarsviði félagsins og nýtir þar breiðan bakgrunn úr flugrekstri, stjórnun leiðakerfis og við uppbyggingu þjónustuupplifunar sem hún hefur leitt síðustu 18 mánuði. Jens býr yfir áratuga reynslu úr flugiðnaði og hjá Icelandair og mun gegna mikilvægu hlutverki í stefnumótandi verkefnum, meðal annars við að tryggja innleiðingu Airbus flugvéla inn í flota Icelandair á næstu árum. Jens mun vinna með framkvæmdastjóra rekstrar á næstu mánuðum.“ Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Tómas hefur verið framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer) síðan 2021 og var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar á árunum 2019 til 2021, að því er segir í tilkynningu Icelandair. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs WOW air á árinu 2018 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar hjá Icelandair til margra ára. Tómas er með MBA gráðu og MSc. gráðu í verkfræði með áherslu á aðfangakeðjur og flugfélög frá MIT Sloan School of Management í Boston sem og BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sylvía hefur verið framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála frá 2022. Fyrir það starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía kom fyrst til starfa hjá Icelandair árið 2018 sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Hún starfaði hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind, markaðsmál og vöruþróun fyrir vefbækur. Sylvía er með M.Sc. próf í operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía er stjórnarformaður Íslandssjóða.
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira