Alvotech fær markaðsleyfi í Egyptalandi Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2023 10:14 Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður félagsins Alvotech. VÍSIR/VILHELM Alvotech og Bioventure, dótturfyrirtæki GlobalOne Healthcare Holding LLC, tilkynntu í dag að lyfjaeftirlit Egyptalands hafi veitt leyfi til framleiðslu og sölu á AVT02, líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Humira. Humira sem notað er til meðferðar við liðagigt og öðrum bólgusjúkdómum, er eitt mest selda líftæknilyf heimsins og fjöldi fyrirtækja, þar á meðal hið íslenska Alvotech, keppast við að koma hliðstæðulyfjum á markað. Í tilkynningu um leyfisveitinguna í Egyptalandi segir að líftæknilyfjahliðstæðan verður markaðssett undir heitinu Adalimumab-EVA í Egyptalandi. Markmiðið að auka aðgengi að hagkvæmum lyfjum Í tilkynningu segir að líftæknilyfjahliðstæða sé lyf með sömu virkni og upprunalegt líftæknilyf. Þróun líftæknilyfja hafi á undanförnum árum leitt til framboðs af nýjum áhrifaríkum úrræðum til meðferðar ýmissa þrálátra sjúkdóma. Þegar líftæknilyfjahliðstæða kemur á markað leiði það oftast til þess að kostnaður lækkar og sjúklingar eiga greiðari aðgang að lyfinu „Það er okkur mikil ánægja að fá markaðsleyfi fyrir AVT02 í Egyptalandi. Markmið Alvotech er að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hagkvæmum líftæknilyfjum og þetta er mikilvægt skref í samstarfi okkar í Miðausturlöndum og Norður-Afríku,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Mikilvægur áfangi í samstarfinu Þá segir að Alvotech hafi veitt Bioventure einkaleyfi til markaðssetningar AVT02 (adalimumab) í Miðausturlöndum og Norður Afríku, auk fleiri líftæknilyfjahliðstæða sem Alvotech er að þróa. Leyfi til markaðssetningar og sölu hafi þegar verið veitt fyrir AVT02 í Sádi Arabíu, þar sem lyfið verði selt undir vöruheitinu Simlandi. „Við leggjum áherslu á að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og auka velferð sjúklinga. Um leið og við fögnum markaðsleyfinu fyrir AVT02 í Egyptalandi er þetta jafnframt mikilvægur áfangi í samstarfi Bioventure og Alvotech. Bioventure einbeitir sér að því að þróa vörur og þjónustu til að bæta lífsgæði sjúklinga, og við viljum stuðla að því að sem flestir njóti ávinningsins af notkun líftæknilyfja,“ er haft eftir Ashraf Radwan, forstjóra GlobalOne Healthcare Holding. Alvotech Egyptaland Lyf Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Humira sem notað er til meðferðar við liðagigt og öðrum bólgusjúkdómum, er eitt mest selda líftæknilyf heimsins og fjöldi fyrirtækja, þar á meðal hið íslenska Alvotech, keppast við að koma hliðstæðulyfjum á markað. Í tilkynningu um leyfisveitinguna í Egyptalandi segir að líftæknilyfjahliðstæðan verður markaðssett undir heitinu Adalimumab-EVA í Egyptalandi. Markmiðið að auka aðgengi að hagkvæmum lyfjum Í tilkynningu segir að líftæknilyfjahliðstæða sé lyf með sömu virkni og upprunalegt líftæknilyf. Þróun líftæknilyfja hafi á undanförnum árum leitt til framboðs af nýjum áhrifaríkum úrræðum til meðferðar ýmissa þrálátra sjúkdóma. Þegar líftæknilyfjahliðstæða kemur á markað leiði það oftast til þess að kostnaður lækkar og sjúklingar eiga greiðari aðgang að lyfinu „Það er okkur mikil ánægja að fá markaðsleyfi fyrir AVT02 í Egyptalandi. Markmið Alvotech er að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hagkvæmum líftæknilyfjum og þetta er mikilvægt skref í samstarfi okkar í Miðausturlöndum og Norður-Afríku,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Mikilvægur áfangi í samstarfinu Þá segir að Alvotech hafi veitt Bioventure einkaleyfi til markaðssetningar AVT02 (adalimumab) í Miðausturlöndum og Norður Afríku, auk fleiri líftæknilyfjahliðstæða sem Alvotech er að þróa. Leyfi til markaðssetningar og sölu hafi þegar verið veitt fyrir AVT02 í Sádi Arabíu, þar sem lyfið verði selt undir vöruheitinu Simlandi. „Við leggjum áherslu á að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og auka velferð sjúklinga. Um leið og við fögnum markaðsleyfinu fyrir AVT02 í Egyptalandi er þetta jafnframt mikilvægur áfangi í samstarfi Bioventure og Alvotech. Bioventure einbeitir sér að því að þróa vörur og þjónustu til að bæta lífsgæði sjúklinga, og við viljum stuðla að því að sem flestir njóti ávinningsins af notkun líftæknilyfja,“ er haft eftir Ashraf Radwan, forstjóra GlobalOne Healthcare Holding.
Alvotech Egyptaland Lyf Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent