Alvotech fær markaðsleyfi í Egyptalandi Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2023 10:14 Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður félagsins Alvotech. VÍSIR/VILHELM Alvotech og Bioventure, dótturfyrirtæki GlobalOne Healthcare Holding LLC, tilkynntu í dag að lyfjaeftirlit Egyptalands hafi veitt leyfi til framleiðslu og sölu á AVT02, líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Humira. Humira sem notað er til meðferðar við liðagigt og öðrum bólgusjúkdómum, er eitt mest selda líftæknilyf heimsins og fjöldi fyrirtækja, þar á meðal hið íslenska Alvotech, keppast við að koma hliðstæðulyfjum á markað. Í tilkynningu um leyfisveitinguna í Egyptalandi segir að líftæknilyfjahliðstæðan verður markaðssett undir heitinu Adalimumab-EVA í Egyptalandi. Markmiðið að auka aðgengi að hagkvæmum lyfjum Í tilkynningu segir að líftæknilyfjahliðstæða sé lyf með sömu virkni og upprunalegt líftæknilyf. Þróun líftæknilyfja hafi á undanförnum árum leitt til framboðs af nýjum áhrifaríkum úrræðum til meðferðar ýmissa þrálátra sjúkdóma. Þegar líftæknilyfjahliðstæða kemur á markað leiði það oftast til þess að kostnaður lækkar og sjúklingar eiga greiðari aðgang að lyfinu „Það er okkur mikil ánægja að fá markaðsleyfi fyrir AVT02 í Egyptalandi. Markmið Alvotech er að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hagkvæmum líftæknilyfjum og þetta er mikilvægt skref í samstarfi okkar í Miðausturlöndum og Norður-Afríku,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Mikilvægur áfangi í samstarfinu Þá segir að Alvotech hafi veitt Bioventure einkaleyfi til markaðssetningar AVT02 (adalimumab) í Miðausturlöndum og Norður Afríku, auk fleiri líftæknilyfjahliðstæða sem Alvotech er að þróa. Leyfi til markaðssetningar og sölu hafi þegar verið veitt fyrir AVT02 í Sádi Arabíu, þar sem lyfið verði selt undir vöruheitinu Simlandi. „Við leggjum áherslu á að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og auka velferð sjúklinga. Um leið og við fögnum markaðsleyfinu fyrir AVT02 í Egyptalandi er þetta jafnframt mikilvægur áfangi í samstarfi Bioventure og Alvotech. Bioventure einbeitir sér að því að þróa vörur og þjónustu til að bæta lífsgæði sjúklinga, og við viljum stuðla að því að sem flestir njóti ávinningsins af notkun líftæknilyfja,“ er haft eftir Ashraf Radwan, forstjóra GlobalOne Healthcare Holding. Alvotech Egyptaland Lyf Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Humira sem notað er til meðferðar við liðagigt og öðrum bólgusjúkdómum, er eitt mest selda líftæknilyf heimsins og fjöldi fyrirtækja, þar á meðal hið íslenska Alvotech, keppast við að koma hliðstæðulyfjum á markað. Í tilkynningu um leyfisveitinguna í Egyptalandi segir að líftæknilyfjahliðstæðan verður markaðssett undir heitinu Adalimumab-EVA í Egyptalandi. Markmiðið að auka aðgengi að hagkvæmum lyfjum Í tilkynningu segir að líftæknilyfjahliðstæða sé lyf með sömu virkni og upprunalegt líftæknilyf. Þróun líftæknilyfja hafi á undanförnum árum leitt til framboðs af nýjum áhrifaríkum úrræðum til meðferðar ýmissa þrálátra sjúkdóma. Þegar líftæknilyfjahliðstæða kemur á markað leiði það oftast til þess að kostnaður lækkar og sjúklingar eiga greiðari aðgang að lyfinu „Það er okkur mikil ánægja að fá markaðsleyfi fyrir AVT02 í Egyptalandi. Markmið Alvotech er að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hagkvæmum líftæknilyfjum og þetta er mikilvægt skref í samstarfi okkar í Miðausturlöndum og Norður-Afríku,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Mikilvægur áfangi í samstarfinu Þá segir að Alvotech hafi veitt Bioventure einkaleyfi til markaðssetningar AVT02 (adalimumab) í Miðausturlöndum og Norður Afríku, auk fleiri líftæknilyfjahliðstæða sem Alvotech er að þróa. Leyfi til markaðssetningar og sölu hafi þegar verið veitt fyrir AVT02 í Sádi Arabíu, þar sem lyfið verði selt undir vöruheitinu Simlandi. „Við leggjum áherslu á að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og auka velferð sjúklinga. Um leið og við fögnum markaðsleyfinu fyrir AVT02 í Egyptalandi er þetta jafnframt mikilvægur áfangi í samstarfi Bioventure og Alvotech. Bioventure einbeitir sér að því að þróa vörur og þjónustu til að bæta lífsgæði sjúklinga, og við viljum stuðla að því að sem flestir njóti ávinningsins af notkun líftæknilyfja,“ er haft eftir Ashraf Radwan, forstjóra GlobalOne Healthcare Holding.
Alvotech Egyptaland Lyf Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira