Viðskipti innlent

Lands­bankinn kveður Há­skóla­bíó og opnunar­tími styttist

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Stöð 2/Dúi

Opnunartími í sjö útibúum Landsbankans styttist um þrjár klukkustundir þann 13. september. Útibúi bankans í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur verður lokað. Engar uppsagnir fylgja breytingunum.

Það er á Dalvík, í Grindavík, á Höfn í Hornafirði, Húsavík, Hvolsvelli, í Ólafsvík og á Reyðarfirði sem viðskiptavinir þurfa að temja sér styttan opnunartíma, frá 12 til 15 alla virka daga.

Áfram verður hægt að panta tíma í þessum útibúum frá 10 til 16 og fjarfund til klukkan 18. Þá eru hraðbankar á öllum stöðum opnir allan sólarhringinn.

Þá mun útibúum fækka um eitt þegar Vesturbæjarútibú í Reykjavík sameinast nýja útibúinu í Reykjastræti 6. Engar uppsagnir fylgja breytingunum og starfshlutföll haldast óbreytt, að því er segir á vef bankans.

Ástæðan fyrir breytingunum er sögð sú að heimsóknum viðskiptavina í útibú haldi áfram að fækka, í takt við aukna notkun á appi og netbanka. Þá fjölgi stöðugt aðgerðum sem mögulegt sé að framkvæma í appinu eða netbankanum. Erindum sem aðeins sé hægt að leysa í útibúi hafi því fækkað.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×