Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. ágúst 2023 20:51 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld. „Mér fannst frammistaðan vera góð, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og hefðum átt að vera búnir að gera út um þennan leik fyrr og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 2-1 yfir þá eru Keflvíkingar hættulegir í föstum leikatriðum, erfiðir við að eiga þar, og hvort sem það eru hornspyrnur eða löng innköst. Í grunninn er ég mjög sáttur við orkuna sem við sýndum í þessum leik og fókusinn og hugarfarið sem var framúrskarandi,“ sagði Óskar Hrafn. Keflvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér færi eftir skyndisóknir og föst leikatriði. „Þeir náðu að búa til þrisvar til fjórum sinnum kaos en þá voru þeir með vindi og Mathias markvörður þeirra sparkar náttúrulega mjög langt. Upp úr því náðu þeir að skapa svolítið. Í seinni hálfleik var það erfiðara fyrir þá, á móti vindi þótt hann hafi ekki verið brjálæðislega mikill. Það er ekkert auðvelt að spila þennan leik á þessum tímapunkti, en ég er bara mjög sáttur með mannskapinn.“ Framundan hjá Blikum er umspilsleikur gegn FK Struga ytra í Sambandsdeild Evrópu. Næstu tvær vikur eru því gríðarlega mikilvægar fyrir Breiðablik. Óskar Hrafn vill þó aðeins einbeita sér að einum leik í einu. „Það er best að einbeita sér að fimmtudeginum og taka svo framhaldið þegar sá leikur er búinn. Fimmtudagurinn verður mjög erfiður. Þetta er erfiður staður til að koma á og við þurfum að vera kraftmiklir og búnir að læra aðeins af leiknum í Bosníu þar sem við fórum aðeins fram úr sjálfum okkur.“ Óskar Hrafn gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá síðasta leik og var t.d. fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugsson, utan hóps. Hann gerir ráð fyrir því að flest allir verði klárir í leikinn á fimmtudaginn. „Ég á von á því að það verði allir klárir. Ég á von á því að Kristinn Steindórsson, Logi, Höskuldur og Andri Rafn verði klárir. Alexander Helgi verður ekki tilbúinn og Arnór Sveinn ekki heldur en aðrir eru klárir.“ Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum í lok síðustu viku. Kom sú uppsögn Óskari Hrafni á óvart. „Ég átti alls ekki von á því. Ég las það bara á netinu eins og aðrir. Það kom mér bara í opna skjöldu.“ Hafið þið átt gott samstarf? „Við höfum átt fínt samstarf,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Hart tekist á og enginn Benni Körfubolti Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur af bestu gerð Körfubolti Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti Fleiri fréttir Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan vera góð, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og hefðum átt að vera búnir að gera út um þennan leik fyrr og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 2-1 yfir þá eru Keflvíkingar hættulegir í föstum leikatriðum, erfiðir við að eiga þar, og hvort sem það eru hornspyrnur eða löng innköst. Í grunninn er ég mjög sáttur við orkuna sem við sýndum í þessum leik og fókusinn og hugarfarið sem var framúrskarandi,“ sagði Óskar Hrafn. Keflvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér færi eftir skyndisóknir og föst leikatriði. „Þeir náðu að búa til þrisvar til fjórum sinnum kaos en þá voru þeir með vindi og Mathias markvörður þeirra sparkar náttúrulega mjög langt. Upp úr því náðu þeir að skapa svolítið. Í seinni hálfleik var það erfiðara fyrir þá, á móti vindi þótt hann hafi ekki verið brjálæðislega mikill. Það er ekkert auðvelt að spila þennan leik á þessum tímapunkti, en ég er bara mjög sáttur með mannskapinn.“ Framundan hjá Blikum er umspilsleikur gegn FK Struga ytra í Sambandsdeild Evrópu. Næstu tvær vikur eru því gríðarlega mikilvægar fyrir Breiðablik. Óskar Hrafn vill þó aðeins einbeita sér að einum leik í einu. „Það er best að einbeita sér að fimmtudeginum og taka svo framhaldið þegar sá leikur er búinn. Fimmtudagurinn verður mjög erfiður. Þetta er erfiður staður til að koma á og við þurfum að vera kraftmiklir og búnir að læra aðeins af leiknum í Bosníu þar sem við fórum aðeins fram úr sjálfum okkur.“ Óskar Hrafn gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá síðasta leik og var t.d. fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugsson, utan hóps. Hann gerir ráð fyrir því að flest allir verði klárir í leikinn á fimmtudaginn. „Ég á von á því að það verði allir klárir. Ég á von á því að Kristinn Steindórsson, Logi, Höskuldur og Andri Rafn verði klárir. Alexander Helgi verður ekki tilbúinn og Arnór Sveinn ekki heldur en aðrir eru klárir.“ Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum í lok síðustu viku. Kom sú uppsögn Óskari Hrafni á óvart. „Ég átti alls ekki von á því. Ég las það bara á netinu eins og aðrir. Það kom mér bara í opna skjöldu.“ Hafið þið átt gott samstarf? „Við höfum átt fínt samstarf,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Hart tekist á og enginn Benni Körfubolti Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur af bestu gerð Körfubolti Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti Fleiri fréttir Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Sjá meira