Viðskipti innlent

Fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Ljós­leiðarans til atNorth

Atli Ísleifsson skrifar
Erling Freyr Guðmundsson stýrði áður Ljósleiðaranum.
Erling Freyr Guðmundsson stýrði áður Ljósleiðaranum. atNorth

Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth og kemur þannig nýr inn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Í tilkynningu kemur fram að Erling Freyr hafi áður starfað við uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfa og tengdrar þjónustu í 25 ár, bæði á Íslandi og erlendis.

Hann hafi verið framkvæmdastjóri Ljósleiðarans frá ársbyrjun 2015 og þar stýrt miklum vexti félagsins. Áður hafi hann stýrt fjarskipta- og tæknisviði fjölmiðlafyrirtækisins 365 og verið einn stofnenda Industria sem hafi unnið að nýsköpun fyrir sjónvarps- og fjarskiptamarkaðinn.

Í tilkynningunni segir að eftirspurn eftir þjónustu atNorth hafi aukist hratt á undanförnum árum, en þjónustunni er ætlað að auka hagkvæmni í rekstri og aukinni sjálfbærni hjá þeim sem færi rekstur sinna tölvukerfa og gagnavistun til fyrirtækisins.

Til að bregðst við aukinni eftirspurn hafi félagið stækkað gagnaver sín og byggt ný bæði hér og erlendis. Þá hafi félagið keypti tvö finnsk gagnaver í upphafi árs og sé að reisa það þriðja.


Tengdar fréttir

Er­ling lætur af störfum hjá Ljós­leiðaranum

Er­ling Freyr Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri Ljós­leiðarans hefur óskað eftir því við stjórn Ljós­leiðarans að láta af störfum. Þetta kemur fram í til­kynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×