Þar kemur fram að stjórn félagsins og Erling Freyr hafi gert með sér samkomulag um starfslok og mun hann láta af störfum frá og með 30. júní næstkomandi. Hann mun hins vegar vera stjórn félagsins innan handar næstu mánuði.
Dagný Jóhannesdóttir sem verið hefur staðgengill Erlings Freys mun taka við starfi framkvæmdastjóra þar til nýr tekur við en starfið verður auglýst á næstu dögum, að því er segir í tilkynningunni.