Söngleikjahöfundurinn Tom Jones látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 15:56 Tom Jones var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhúss árið 1998. Hann samdi marga vinsæla söngleiki á ferli sínum. Getty/Walter McBride Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu. Tom Jones lést á heimili sínu í Sharon í Connecticut af völdum krabbameins. Hann fæddist 17. febrúar 1928 í Littlefield í Texas og náði því 95 ára aldri. Ekki má rugla honum saman við mun þekktari nafna hans, velska söngvarann og kynbombuna Tom Jones, sem söng „What's New Pussycat“ og fleiri slagara. Hinn bandaríski Tom Jones var vinsæll söngleikjahöfundur og samdi meðal annars 110 in the Shade og I Do! I Do! en þekktasta verk hans var söngleikurinn The Fantasticks. Jones skrifaði verkið og lagatexta á meðan Harry Schmidt gerði tónlistina. Hann var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhús (e. American Thearre Hall of Fame) árið 1998. Langlífasti söngleikur allra tíma The Fantasticks er merkilegur fyrir þær sakir að upprunalega uppsetning hans gekk í heil 42 ár, samanlagt 17.162 sýningar. Söngleikurinn var sýndur í sama leikhúsinu, Sullivan Street Playhouse, í Greenwich Village frá 1960 til 2002 þegar hann hætti loks. Hann opnaði þó aftur í Theater Center í Times Square árið 2006 og var þá sýndur til 2017. Samanlagt var hann sýndur 21.552 sinnum sem gerir hann að langlífasta söngleik allra tíma. Þekktasta lagið úr The Fantasticks var „Try to Remember“ sem hefur verið flutt af hundruð tónlistarmanna í gegnum árin, þar á meðal Harry Belafonte, Gladys Knight og Placido Domingo. Andlát Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Tom Jones lést á heimili sínu í Sharon í Connecticut af völdum krabbameins. Hann fæddist 17. febrúar 1928 í Littlefield í Texas og náði því 95 ára aldri. Ekki má rugla honum saman við mun þekktari nafna hans, velska söngvarann og kynbombuna Tom Jones, sem söng „What's New Pussycat“ og fleiri slagara. Hinn bandaríski Tom Jones var vinsæll söngleikjahöfundur og samdi meðal annars 110 in the Shade og I Do! I Do! en þekktasta verk hans var söngleikurinn The Fantasticks. Jones skrifaði verkið og lagatexta á meðan Harry Schmidt gerði tónlistina. Hann var vígður inn í Frægðarhöll amerísks leikhús (e. American Thearre Hall of Fame) árið 1998. Langlífasti söngleikur allra tíma The Fantasticks er merkilegur fyrir þær sakir að upprunalega uppsetning hans gekk í heil 42 ár, samanlagt 17.162 sýningar. Söngleikurinn var sýndur í sama leikhúsinu, Sullivan Street Playhouse, í Greenwich Village frá 1960 til 2002 þegar hann hætti loks. Hann opnaði þó aftur í Theater Center í Times Square árið 2006 og var þá sýndur til 2017. Samanlagt var hann sýndur 21.552 sinnum sem gerir hann að langlífasta söngleik allra tíma. Þekktasta lagið úr The Fantasticks var „Try to Remember“ sem hefur verið flutt af hundruð tónlistarmanna í gegnum árin, þar á meðal Harry Belafonte, Gladys Knight og Placido Domingo.
Andlát Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira