Handbolti

Tíu leikmenn horfnir sporlaust

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tíu handboltastrákar frá Búrúndí stungu af og enginn veit hvar þeir eru.
Tíu handboltastrákar frá Búrúndí stungu af og enginn veit hvar þeir eru. IHF.info

Tíu handboltastrákar frá Búrúndí gufuðu hreinlega upp á miðju heimsmeistaramóti í handbolta fyrir leikmenn nítján ára og yngri.

Landslið Búrúndí þurfti af þeim sökum að gefa leik sinn á móti Barein sem var undanúrslitaleikur í keppninni um 29. sætið. Heimsmeistaramótið er haldið í Króatíu.

Sportbladet

Búrúndí var ein af fimm Afríkuþjóðum sem komust á mótið en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni með samtals hundrað mörkum og hafði tapað báðum leikjum sínum í Forsetabikarnum.

Liðið mætti ekki til leiks í síðustu tveimur leikjum sínum í baráttunni um 29.-32. sæti og tapaði þeim því 10-0. Búrúndíska var með aðsetur í Rijeka.

Tíu leikmenn liðsins hurfu á miðvikudaginn og hafa ekki sést síðan þrátt fyrir að handboltasamband Búrúndí hafi leitað allra leiða til að hafa upp á þeim. Aftonbladet segir frá.

Leikmennirnir eru allir fæddir árið 2006 og eru því á sautjánda aldursári. Strákarnir sáu síðast nálægt háskólalóð í miðborginni en enginn veit af hverju þeir hurfu.

„Við erum í algjöru sjokki,“ sagði Dauphin Nikobamye, stjórnarformaður búrúndíska handboltasambandsins.

Búrúndí er þrettán milljóna þjóð, landlukt í Mið-Afríku með landamæri að Rúanda í norðri, Tansaníu í suðri og austri, og Lýðveldinu Kongó í vestri. Efnahagur landsins er í rúst eftir áratugalanga styrjöld og landlið því eitt það fátækasta í heimi.

„Við erum í stanslausu sambandi við foreldra leikmannanna og við biðjum alla þá, sem geta hjálpað okkur að finna þá, um aðstoð. Ég veit ekki hvort við getum komið heim án þeirra,“ sagði Nikobamye við króatíska miðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×