Viðskipti erlent

Wil­ko tekið til gjald­þrota­skipta

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Wilko hefur um árabil verið þekktast hér á landi fyrir framleiðslu vöfflujárna.
Wilko hefur um árabil verið þekktast hér á landi fyrir framleiðslu vöfflujárna. Matthew Horwood/Getty Images

Breska heimilis­vöru­keðjan Wil­ko hefur verið tekin til gjald­þrota­skipta. Allt að tólf þúsund manns gætu misst vinnuna vegna þessa.

Í um­fjöllun BBC kemur fram að for­svars­mönnum keðjunnar hafi ekki tekist að verða henni út um við­bótar­fjár­magn eftir erfiðan rekstur undan­farin ár. Keðjan rekur 400 verslanir í Bret­landi og er lík­lega þekktust hér á landi fyrir vöfflu­járnin.

Breska ríkis­út­varpið hefur eftir Mark Jack­son, for­stjóra fyrir­tækisins, að stjórn þess hafi velt öllum steinum í leit að við­bótar­fjár­magni. Það hafi hins vegar ekki tekist fyrir fyrir­tækið sem verið hefur í rekstri í 93 ár, eða síðan árið 1930.

„Við höfum því miður engra kosta völ en að taka fé­lagið til gjald­þrota­skipta,“ hefur BBC eftir Jack­son. For­svars­menn GMB, verka­lýðs­fé­lags verslunar­starfs­manna í Bret­landi, gagn­rýna á­formin harð­lega og segja að stjórn fyrir­tækisins hefði getað gripið í taumana í rekstri þess mun fyrr.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×