Viðskipti innlent

At­vinnu­leysi 2,5 prósent í júní

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Atvinnulausir á landsbyggðinni voru tæplega 2.000 í júní.
Atvinnulausir á landsbyggðinni voru tæplega 2.000 í júní. Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi var 2,5 prósent í júní og dróst saman um 1,2 prósentustig milli mánaða, samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands.

Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 80,7 prósent og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 78,7 prósent. Þá jókst árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka um 1,3 prósentustig milli mánaða og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi jókst um 2,2 prósent.

Sundurliðaðar upplýsingar um atvinnuleysi í júní liggja ekki fyrir en samkvæmt Vinnumálastofnun voru 6.273 atvinnulausir í lok maí, þar af 3.392 karlar og 2.881 kona. Alls voru 3.338 atvinnulausra á aldrinum 30 til 49 ára, 1.576 á aldrinum 16 til 29 ára og 1.359 50 ára og eldri.

Atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu voru 4.352 og á landsbyggðinni 1.921.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×