Viðskipti innlent

Vinnu­fata­búðinni lokað eftir 83 ára rekstur

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tilkynnt var um lokunina í Facebook færslu í kvöld.
Tilkynnt var um lokunina í Facebook færslu í kvöld. Facebook/Vinnufatabúðin

Vinnufatabúðinni á Laugavegi verður skellt í lás í hinsta sinn þann 31. ágúst næstkomandi. Verslunin hefur verið starfrækt frá árinu 1940 og í eigu sömu fjölskyldu frá opnun hennar.

Þetta kemur fram í Facebook færslu frá versluninni. Þá segir að fimmtíu prósent afsláttur verði af öllum vörum út mánuðinn og fólk sé hvatt til að nýta sér tækifærið til að næla sér í gæða vöru meðan kostur er.

„Við þökkum ykkur kærlega fyrir viðskiptin á liðnum árum og óskum ykkur velfarnaðar á komandi árum,“ segir loks í færslunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×