Ölfusið ljómað regnbogalitunum Elliði Vignisson skrifar 8. ágúst 2023 14:01 Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu. Áminning um að það þarf að verja mannréttindi. Þessa viku berjumst við öll fyrir réttindum þeirra sem eru „hinsegin“. Fordómar eru andstyggilegir Að hafa skoðanir á kynhneigð annarra er eins og að velta sé upp úr háralit þeirra, hæð eða lengd vísifingurs. Fordómar eru andstyggilegir, fordómar vegna persónubundinna eiginda eins og kynhneigðar eru ef til vill verstir. Látum ekki sundra okkur Þrátt fyrir að margt hafi áunnist hér á landi þá lifum við enn á tímum þar sem samfélagið vill skilgreina okkur út frá sundurgreinanlegum þáttum. Ekki síst út frá kynhneigð. Slík nálgun á persónur skiptir okkur upp í flokka. Hún sundrar okkur. Etur okkur saman. Það er engu að síður fallegt að sjá hvernig þessi samfélagslega flokkun birtist samtímis í stolti af sjálfsmynd þess fólks sem fyrir flokkununni verður. Hinsegin dagar eru skýrt dæmi um slíkt. Ölfusið fagnar frelsinu Á sama tíma og hinsegindagar eru haldnir í borginni höldum við í Ölfusi bæjarhátíðina okkar undir nafninu „Hamingjan er hér“. Af því tilefni viljum við fagna þeirri hamingju sem fólgin er í því að huga að réttindum hinsegin fólks. Við viljum styðja eindregið við það persónufrelsi sem fólgið er í því að lifa í sátt við sjálfan sig og samfélagið hver sem kynhneigð fólks er. Þau skilaboð sendum við nú við sveitarfélagamörkin. Á meðan á hinsegindögum og bæjarhátíðinni „Hamingjan er hér“ stendur verður Ölfusskiltið ljómað regnbogalitunum. Til hamingju með þessa daga - lifi frelsið - lifi fjölbreytnin. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Ölfus Elliði Vignisson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu. Áminning um að það þarf að verja mannréttindi. Þessa viku berjumst við öll fyrir réttindum þeirra sem eru „hinsegin“. Fordómar eru andstyggilegir Að hafa skoðanir á kynhneigð annarra er eins og að velta sé upp úr háralit þeirra, hæð eða lengd vísifingurs. Fordómar eru andstyggilegir, fordómar vegna persónubundinna eiginda eins og kynhneigðar eru ef til vill verstir. Látum ekki sundra okkur Þrátt fyrir að margt hafi áunnist hér á landi þá lifum við enn á tímum þar sem samfélagið vill skilgreina okkur út frá sundurgreinanlegum þáttum. Ekki síst út frá kynhneigð. Slík nálgun á persónur skiptir okkur upp í flokka. Hún sundrar okkur. Etur okkur saman. Það er engu að síður fallegt að sjá hvernig þessi samfélagslega flokkun birtist samtímis í stolti af sjálfsmynd þess fólks sem fyrir flokkununni verður. Hinsegin dagar eru skýrt dæmi um slíkt. Ölfusið fagnar frelsinu Á sama tíma og hinsegindagar eru haldnir í borginni höldum við í Ölfusi bæjarhátíðina okkar undir nafninu „Hamingjan er hér“. Af því tilefni viljum við fagna þeirri hamingju sem fólgin er í því að huga að réttindum hinsegin fólks. Við viljum styðja eindregið við það persónufrelsi sem fólgið er í því að lifa í sátt við sjálfan sig og samfélagið hver sem kynhneigð fólks er. Þau skilaboð sendum við nú við sveitarfélagamörkin. Á meðan á hinsegindögum og bæjarhátíðinni „Hamingjan er hér“ stendur verður Ölfusskiltið ljómað regnbogalitunum. Til hamingju með þessa daga - lifi frelsið - lifi fjölbreytnin. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar