Hjáróma heróp ríkisstjórnarandstæðinga Tómas Ellert Tómasson skrifar 27. júlí 2023 07:12 Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Hvað gengur þessum mönnum til? Þessum mönnum gengur það eitt til að viðhalda sínum störfum og sinna félaga sem atvinnupólitíkusar með í kringum 1.500 þkr. á mánuði. Þeir kitla því reglulega sína stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins með slíkum „uppþotum“ eins og kennt er í stjórnmálaskólanum í Valhöll. Láta stuðningsmennina halda að það sé allt í kei, Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðu rönni vegna þess að þeir halda uppi gagnrýninni umræðu á ríkistjórnarsamstarfið og haldi forystu flokksins við efnið. Það er allskostar rangt kæri lesandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar ekkert á þessa menn. Og þau hlusta ekkert á þig ef þú ert borgaralega þenkjandi. Það eina sem þetta ríkisstjórnarsamstarf snýst um eru ráðherrastólar og þægindin sem því fylgja, s.s. einkabílstjórar og matarboð. Annað er það ekki. Nema jú, kannski smá bitlingar hér og þar til vina og nákominna. Húsbóndahollusta er heimska Húsbóndahollusta er heimska, kjóstu með hagsmunum þínum sagði amma eitt sinn við mig er ég var ungur drengur. Hún vissi sínu viti. Uppalin á Norðfirði. Litlu Moskvu. Hún lét aldrei uppi hvað hún kaus í alþingiskosningum en ég er viss um að í hvert sinn kaus hún með hagsmunum sínum. Og ég veit að hún hélt ekki með Arsenal í enska boltanum. Það eru um sex ár síðan að ég sagði bless við Sjálfstæðisflokkinn og gerðist stofnfélagi í Miðflokknum. Af hverju gerði ég það? Ég gerði það vegna þess að ég var á sama stað og þessir tveir fyrstnefndu mætu menn. Sjálfstæðisflokkurinn á þeim tíma var orðinn og er enn flokkur ódýrra orða og án gjörða á borði. Þannig hafði flokkurinn starfað í nokkur undanfarin ár áður en ég yfirgaf hann. Borgaralega þenkjandi gangi til liðs við Miðflokkinn Miðflokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig að standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Hættið þessum hjáróma herópum mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum sem eruð komnir með gubbuna upp í háls af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og forystu flokksins, látið verkin tala og gangið til liðs við okkur í Miðflokknum. „Let's call it a day“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Hvað gengur þessum mönnum til? Þessum mönnum gengur það eitt til að viðhalda sínum störfum og sinna félaga sem atvinnupólitíkusar með í kringum 1.500 þkr. á mánuði. Þeir kitla því reglulega sína stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins með slíkum „uppþotum“ eins og kennt er í stjórnmálaskólanum í Valhöll. Láta stuðningsmennina halda að það sé allt í kei, Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðu rönni vegna þess að þeir halda uppi gagnrýninni umræðu á ríkistjórnarsamstarfið og haldi forystu flokksins við efnið. Það er allskostar rangt kæri lesandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar ekkert á þessa menn. Og þau hlusta ekkert á þig ef þú ert borgaralega þenkjandi. Það eina sem þetta ríkisstjórnarsamstarf snýst um eru ráðherrastólar og þægindin sem því fylgja, s.s. einkabílstjórar og matarboð. Annað er það ekki. Nema jú, kannski smá bitlingar hér og þar til vina og nákominna. Húsbóndahollusta er heimska Húsbóndahollusta er heimska, kjóstu með hagsmunum þínum sagði amma eitt sinn við mig er ég var ungur drengur. Hún vissi sínu viti. Uppalin á Norðfirði. Litlu Moskvu. Hún lét aldrei uppi hvað hún kaus í alþingiskosningum en ég er viss um að í hvert sinn kaus hún með hagsmunum sínum. Og ég veit að hún hélt ekki með Arsenal í enska boltanum. Það eru um sex ár síðan að ég sagði bless við Sjálfstæðisflokkinn og gerðist stofnfélagi í Miðflokknum. Af hverju gerði ég það? Ég gerði það vegna þess að ég var á sama stað og þessir tveir fyrstnefndu mætu menn. Sjálfstæðisflokkurinn á þeim tíma var orðinn og er enn flokkur ódýrra orða og án gjörða á borði. Þannig hafði flokkurinn starfað í nokkur undanfarin ár áður en ég yfirgaf hann. Borgaralega þenkjandi gangi til liðs við Miðflokkinn Miðflokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig að standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Hættið þessum hjáróma herópum mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum sem eruð komnir með gubbuna upp í háls af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og forystu flokksins, látið verkin tala og gangið til liðs við okkur í Miðflokknum. „Let's call it a day“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar