Golf

Brian Harman vann Opna og er kylfingur ársins

Andri Már Eggertsson skrifar
Brian Harman er sigurvegari Opna 151
Brian Harman er sigurvegari Opna 151 Vísir/Getty

Brian Harman vann Opna mótið í golfi sem lauk í Liverpool nú síðdegis. Harman var efstur fyrir lokadaginn með fimm högga forystu. Harman spilaði afar skynsamlega í dag og sigurinn aldrei í hættu. Þetta var í 151 sinn sem Opna mótið var haldið og fyrsta risamótið sem Harman vinnur.

Harman hreppir hina frægu könnu Claret Jug. Verðlaunaféð fyrir að vinna Opna er ansi veglegt en 16.5 milljónir Bandaríkjadala skiptast niður á 16 sæti. Sigurvegarinn fær þrjár milljónir Bandaríkjadala.

 

Harman lék lokahringinn á 70 höggum og endaði mótið á þrettán höggum undir pari. Hinn 36 ára gamli Bandaríkjamaður hreppir nafnbótina kylfingur ársins.

Harman er þekktur fyrir að pútta afar vel. Á öllu mótinu púttaði hann 106 sinnum sem er það minnsta hjá sigurvegara í Opna mótinu síðustu tuttugu ár.

 Fjórir kylfingar voru jafnir í öðru sæti. Þeir Tom Kim, Sepp Straka, Jason Day og Jon Rahm spiluðu allir á sjö höggum undir pari.

Rory Mcllroy lék lokahringinn á 68 höggum og var það hans besti hringur á mótinu. Mcllroy endar ásamt Emiliano Grillo í sjötta sæti. Þetta var í sjöunda skipti á síðustu átta risamótum sem hann endar meðal tíu efstu.

 


Tengdar fréttir

Fjöldi kylfinga stefnir á að ná veiðimanninum

Efstu kylfingar Opna, áður Opna breska meistaramótsins í golfi, eru nýfarnir af stað á lokahring mótsins. Markmið fjölmargra þeirra er að ná veiðimanninum Brian Harman sem er sem stendur fremstur meðal jafningja. Mikið þarf að gerast til að hann missi niður forystuna en aldrei að segja aldrei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×