Birna með 56,6 milljónir króna í starfslokasamning Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júlí 2023 18:12 Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka. VÍSIR/VILHELM Ráðningarsamningur Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hluthafa vegna fyrirhugaðs hluthafafundar sem fer fram þann 28. júlí næstkomandi. Í svörunum sem birt eru á vef bankans segir að samningur sem gerður var við Birnu um starfslok sé í fullu samræmi við ráðningarsamning hennar. Hann rúmist innan starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var á síðasta aðalfundi og gildandi lög um fjármálafyrirtæki. Háværar kröfur voru um að starfslokasamningur Birnu yrði birtur strax og hún sagði upp störfum, í upphafi júlímánaðar. Við tilefnið sagði stjórnarformaður bankans að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til málsins en Birna sagði upp störfum sem bankastjóri þann 28. júní síðastliðinn. „Ráðningarsamningurinn kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Fara þær greiðslur fram mánaðarlega yfir tólf mánaða tímabil í formi launagreiðslna,“ segir í svörum stjórnar bankans. Til samanburðar fékk Höskuldur Ólafsson, þáverandi bankastjóri Arion banka 150 milljónir króna þegar hann sagði upp störfum í apríl árið 2019. Í svörum stjórnar Íslandsbanka til hluthafa er jafnframt tekið fram að Birna haldi auk þess réttindum varðandi orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur á tólf mánaða tímabili. Önnur ákvæði eru jafnframt stöðluð og í samræmi við ráðningarsamning og viðeigandi kjarasamninga, að því er segir á vef bankans. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. 27. júní 2023 18:10 Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. 2. júlí 2023 12:27 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Í svörunum sem birt eru á vef bankans segir að samningur sem gerður var við Birnu um starfslok sé í fullu samræmi við ráðningarsamning hennar. Hann rúmist innan starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var á síðasta aðalfundi og gildandi lög um fjármálafyrirtæki. Háværar kröfur voru um að starfslokasamningur Birnu yrði birtur strax og hún sagði upp störfum, í upphafi júlímánaðar. Við tilefnið sagði stjórnarformaður bankans að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til málsins en Birna sagði upp störfum sem bankastjóri þann 28. júní síðastliðinn. „Ráðningarsamningurinn kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Fara þær greiðslur fram mánaðarlega yfir tólf mánaða tímabil í formi launagreiðslna,“ segir í svörum stjórnar bankans. Til samanburðar fékk Höskuldur Ólafsson, þáverandi bankastjóri Arion banka 150 milljónir króna þegar hann sagði upp störfum í apríl árið 2019. Í svörum stjórnar Íslandsbanka til hluthafa er jafnframt tekið fram að Birna haldi auk þess réttindum varðandi orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur á tólf mánaða tímabili. Önnur ákvæði eru jafnframt stöðluð og í samræmi við ráðningarsamning og viðeigandi kjarasamninga, að því er segir á vef bankans.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. 27. júní 2023 18:10 Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. 2. júlí 2023 12:27 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. 27. júní 2023 18:10
Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. 2. júlí 2023 12:27