McIlroy í þokkalegum málum en Lambrechts þoldi ekki pressuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2023 14:33 Rory McIlroy var víða spáð sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi. getty/Warren Little Rory McIlroy lék annan hringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi á einu höggi undir pari. Tveir af þeim kylfingum sem þykja hvað líklegastir til afreka á Opna breska hafa lokið leik í dag; McIlroy og Jon Rahm. Þeir eru í sætum tvö og þrjú á heimslistanum í golfi. Sem fyrr sagði lék McIlroy á einu höggi undir pari í dag og er í 14. sæti mótsins. Norður-Írinn fékk þrjá fugla á öðrum hringnum og tvo skolla. A potentially tricky position on 18. An impressive up and down.Rory McIlroy heads into the weekend under par. pic.twitter.com/MyYa14eeo5— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Rahm lék einnig á einu höggi undir pari í dag en er samtals á tveimur höggum yfir pari og í 50. sæti. Norðmaðurinn Viktor Hovland hefur einnig lokið leik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er samtals á pari og í 23. sæti. Stjarna gærdagsins, suður-afríski áhugamaðurinn Christo Lambrechts, hefur ekki náð sér á strik í dag og lék fyrri níu holurnar á fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á pari og kominn niður í 23. sæti. Lambrechts var með forystu eftir fyrsta hringinn. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er með fimm högga forystu á Tommy Fleetwood sem er nýbyrjaður að spila á öðrum hringnum. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tveir af þeim kylfingum sem þykja hvað líklegastir til afreka á Opna breska hafa lokið leik í dag; McIlroy og Jon Rahm. Þeir eru í sætum tvö og þrjú á heimslistanum í golfi. Sem fyrr sagði lék McIlroy á einu höggi undir pari í dag og er í 14. sæti mótsins. Norður-Írinn fékk þrjá fugla á öðrum hringnum og tvo skolla. A potentially tricky position on 18. An impressive up and down.Rory McIlroy heads into the weekend under par. pic.twitter.com/MyYa14eeo5— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Rahm lék einnig á einu höggi undir pari í dag en er samtals á tveimur höggum yfir pari og í 50. sæti. Norðmaðurinn Viktor Hovland hefur einnig lokið leik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er samtals á pari og í 23. sæti. Stjarna gærdagsins, suður-afríski áhugamaðurinn Christo Lambrechts, hefur ekki náð sér á strik í dag og lék fyrri níu holurnar á fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á pari og kominn niður í 23. sæti. Lambrechts var með forystu eftir fyrsta hringinn. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er með fimm högga forystu á Tommy Fleetwood sem er nýbyrjaður að spila á öðrum hringnum. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira