Heimagert ekki endilega betra Hugrún Elvarsdóttir skrifar 20. júlí 2023 17:00 Það er ekki launungarmál að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Einföldun regluverks og aukið gagnsæi við ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða eru mikilvægar vörður á leið okkar að loftslagsmarkmiðum Íslands. Nærtækast væri að ráðast hratt og örugglega í einföldun á regluverki en því miður er það óskilvirkni hins opinbera sem veldur því að Ísland stendur í stað í 16. sæti í árlegri samkeppnishæfniúttekt IMD árið 2023 samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs. Neikvæð þróun regluverks vegur þar þungt og kemur fyrst og fremst niður á fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Regluverkið í kringum loftslagsmálin er þar engin undantekning. Atvinnulífið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld innleiði ekki EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nágrannalöndin og setji ekki heimagerð ákvæði í frumvörp án þess að greina hvaða afleiðingar þau geti haft. Samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs kemur í ljós að íslensk fyrirtæki búa við mun meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þeirra fjölmörgu reglugerða ESB sem hafa verið innleiddar eða stendur til að innleiða á sviði sjálfbærni hér á landi. Hér má nefna tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga, sem var innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis en í Evrópu. Heimagert íslenskt ákvæði olli því að átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja reglunum en tilskipunin sjálf mælir fyrir um. Þessi heimagerða regla hefur kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá árinu 2016, samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs. Heimagerðar íslenskar reglur fela ekki einungis í sér mikinn kostnað og tímatap heldur geta þær líka skert athafnafrelsi fyrirtækja, dregið úr hagvexti og alþjóðlegri samkeppnishæfni og þannig stofnað fjölda starfa í hættu. Auk neikvæðrar þróunar regluverks hafa opinber fjármál fallið niður um 24 sæti á fjórum árum. Samhliða því hefur atvinnulífið misst trúna á að opinbert fjármagn sé notað á skilvirkan hátt. Í því samhengi er mikilvægt að benda á að tryggja þarf aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins til að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skili tilætluðum árangri. Enn er til að mynda óbirt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera. Ógagnsæi ríkir því um hvert það fjármagn fer, sem innheimt er í nafni grænna skatta og tilgangur og markmið skattheimtunnar því óskýr. Leiðin að bættum árangri Íslands í loftslagsmálum felst í forgangsröðun verkefna. Það er mikilvægt að skilvirkni hins opinbera, heimagerðar reglur og ráðstöfun opinberra fjármuna séu ekki dragbítur á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Höfundur er verkefnastjóri á efnahags- og samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það er ekki launungarmál að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Einföldun regluverks og aukið gagnsæi við ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða eru mikilvægar vörður á leið okkar að loftslagsmarkmiðum Íslands. Nærtækast væri að ráðast hratt og örugglega í einföldun á regluverki en því miður er það óskilvirkni hins opinbera sem veldur því að Ísland stendur í stað í 16. sæti í árlegri samkeppnishæfniúttekt IMD árið 2023 samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs. Neikvæð þróun regluverks vegur þar þungt og kemur fyrst og fremst niður á fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Regluverkið í kringum loftslagsmálin er þar engin undantekning. Atvinnulífið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld innleiði ekki EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nágrannalöndin og setji ekki heimagerð ákvæði í frumvörp án þess að greina hvaða afleiðingar þau geti haft. Samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs kemur í ljós að íslensk fyrirtæki búa við mun meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þeirra fjölmörgu reglugerða ESB sem hafa verið innleiddar eða stendur til að innleiða á sviði sjálfbærni hér á landi. Hér má nefna tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga, sem var innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis en í Evrópu. Heimagert íslenskt ákvæði olli því að átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja reglunum en tilskipunin sjálf mælir fyrir um. Þessi heimagerða regla hefur kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá árinu 2016, samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs. Heimagerðar íslenskar reglur fela ekki einungis í sér mikinn kostnað og tímatap heldur geta þær líka skert athafnafrelsi fyrirtækja, dregið úr hagvexti og alþjóðlegri samkeppnishæfni og þannig stofnað fjölda starfa í hættu. Auk neikvæðrar þróunar regluverks hafa opinber fjármál fallið niður um 24 sæti á fjórum árum. Samhliða því hefur atvinnulífið misst trúna á að opinbert fjármagn sé notað á skilvirkan hátt. Í því samhengi er mikilvægt að benda á að tryggja þarf aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins til að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skili tilætluðum árangri. Enn er til að mynda óbirt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera. Ógagnsæi ríkir því um hvert það fjármagn fer, sem innheimt er í nafni grænna skatta og tilgangur og markmið skattheimtunnar því óskýr. Leiðin að bættum árangri Íslands í loftslagsmálum felst í forgangsröðun verkefna. Það er mikilvægt að skilvirkni hins opinbera, heimagerðar reglur og ráðstöfun opinberra fjármuna séu ekki dragbítur á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Höfundur er verkefnastjóri á efnahags- og samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun