Atvinnulíf

Getur verið kostur að þykjast kunna meira en við gerum

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Oftast er það talið hvimleið hegðun að fólk þykist vita og kunna meira en það gerir í vinnunni. Niðurstöður rannsóknar sýnir hins vegar að þessi hópur fólks býr líka yfir eftirsóttum eiginleikum: Til dæmis í félagsfærni, að sýna samkennd og að vera mjög góðir liðsmenn í teymi og hópavinnu.
Oftast er það talið hvimleið hegðun að fólk þykist vita og kunna meira en það gerir í vinnunni. Niðurstöður rannsóknar sýnir hins vegar að þessi hópur fólks býr líka yfir eftirsóttum eiginleikum: Til dæmis í félagsfærni, að sýna samkennd og að vera mjög góðir liðsmenn í teymi og hópavinnu. Vísir/Getty

Almennt telst það ekki kostur þegar fólk þykist kunna meira en það gerir. Sem þó er nokkuð algengt á vinnumarkaði. Það er staðreynd.

Frá árinu 1978 hafa alls kyns rannsóknir verið gerðar um þetta, en á ensku er talað um Impostors eða Impostors Thoughts, sem í beinni þýðingu væru þá Svikarar. Flestar rannsóknir í gegnum tíðina hafa dregið fram ókosti við að vera með þennan hóp af fólki í vinnu.

Rannsókn frá í fyrra leggur hins vegar fram allt aðrar kenningar. Því þar eru dregnar fram vísbendingar um að akkúrat þessi hópur nýtist vinnustöðum einmitt ágætlega.

Og í sumum tilvikum einkar vel.

Því samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar mælist sá hópur starfsfólks, sem þó segist oft þykjast kunna meira en það í raun gerir, með nokkra eiginleika sem teljast mjög eftirsóttir.

Þessir eiginleikar eru þá helst þeir að vera miklir og góðir liðsmenn, þannig að öll vinna í teymum og hópum er þessu fólki einkar lagið.

Þá mælist þessi hópur ríkur af samkennd og skilning. Til dæmis sýna niðurstöður úr heilbrigðisgeiranum að sjúklingar þessa starfsfólks töluðu sérstaklega um þetta fólk sem mjög góða hlustendur.

Enn annar eiginleikinn er síðan félagsfærnin, sem almennt mælist meira en í meðallagi góð.

Meira um þessa rannsókn má lesa um HÉR.

Sá galli fylgir hins vegar gjöf Njarðar að fólk sem upplifir sig þannig að það þurfi að vera nánast í leikriti til þess að þykjast kunna meira en það í raun gerir, líður ekki nógu vel.

Því tilfinningin þeirra er ríkjandi sú að það sé í starfi sem það á ekki skilið vegna þess að það er ekki nógu gott.

Sem oftar en ekki er huglægt niðurrif hjá viðkomandi: Fólk kann nefnilega oft mun meira en það heldur sjálft!

Að líða samt eins og „svikara“ er lýjandi. Góð ráð til að sporna við þessu er að beita rökhugsuninni. Því oftar en ekki er þetta líka hópur af fólki sem leggur sig 110% fram um að gera sitt besta. En á erfitt með að taka hrósi og nær ekki að losna við þá tilfinningu að allir aðrir í vinnunni séu miklu hæfara en það sjálft.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×