Hemjum hamfarahamingjuna Arnar Már Ólafsson skrifar 13. júlí 2023 15:01 Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Eldgos eru mikið sjónarspil og geta verið einstaklega sjálfuvæn. En það verður að hafa í huga að eldgos eru fyrst og fremst meiriháttar náttúruhamfarir. Því hlýtur það að vera grundvallaratriði og forgangsverkefni almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra viðkomandi umdæmis og annarra stjórnvalda sem að málinu koma að tryggja öryggi borgaranna. Hluti af því getur verið að auðvelda og bæta mögulegt aðgengi að svæðinu – en það getur ekki verið í forgangi. Þó aldrei sé það þannig að opinbert eftirlit og aðhald sé hafið yfir gagnrýni eða eigi að fara fram athugasemdalaust, hlýtur samt traust okkar til þeirra sérfræðinga sem almannavörnum og eftirliti með náttúruvá að ganga fyrir þörfum hagsmunaaðila eða áhugafólks. Almannavarnir hafa skilgreint hlutverk og bera mikla ábyrgð. Það er fyrst og fremst þeirra og viðkomandi lögreglustjóra að vega og meta aðstæður útfrá fyrirliggjandi upplýsingum, þar með talið hvort réttlætanlegt og öruggt sé fyrir aðgengi almennings. Almannavarnir og lögreglan hafa í reynd einna bestu yfirsýn yfir stöðu mála – mun betri en nokkur annar, jafnvel þrautreyndasta útivistarfólk. Á fyrstu dögum hamfara – eins og eldgos alltaf er – er sérstaklega mikilvægt að gefa aðgerðastjórn svigrúm til ákvarðana og virða niðurstöður þeirra og ráðleggingar. Öryggi almennings, þar með talið þeirra ferðamanna sem fýsir að berja gosið eigin augum, er alltaf í fyrsta sæti hjá þeim. Í því ljósi er ágætt fyrir okkur öll sem sækjum landið heim í skjóli þess trausts sem við alla jafna berum til viðbragðsaðila að við hemjum okkur í hamfarahamingjunni. Virðum þær takmarkanir sem settar verða um aðgengi á gosvæðið, þ.m.t. þær tímabundnu lokanir sem óhjákvæmilega mun þurfa að grípa til. Komum fram við fulltrúa aðgerðastjórnar – sérstaklega sjálfboðaliða björgunarsveita, lögreglu og landvarða – af þeirri virðingu og þakklæti sem þau eiga skilið. Höfundur er ferðamálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Eldgos eru mikið sjónarspil og geta verið einstaklega sjálfuvæn. En það verður að hafa í huga að eldgos eru fyrst og fremst meiriháttar náttúruhamfarir. Því hlýtur það að vera grundvallaratriði og forgangsverkefni almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra viðkomandi umdæmis og annarra stjórnvalda sem að málinu koma að tryggja öryggi borgaranna. Hluti af því getur verið að auðvelda og bæta mögulegt aðgengi að svæðinu – en það getur ekki verið í forgangi. Þó aldrei sé það þannig að opinbert eftirlit og aðhald sé hafið yfir gagnrýni eða eigi að fara fram athugasemdalaust, hlýtur samt traust okkar til þeirra sérfræðinga sem almannavörnum og eftirliti með náttúruvá að ganga fyrir þörfum hagsmunaaðila eða áhugafólks. Almannavarnir hafa skilgreint hlutverk og bera mikla ábyrgð. Það er fyrst og fremst þeirra og viðkomandi lögreglustjóra að vega og meta aðstæður útfrá fyrirliggjandi upplýsingum, þar með talið hvort réttlætanlegt og öruggt sé fyrir aðgengi almennings. Almannavarnir og lögreglan hafa í reynd einna bestu yfirsýn yfir stöðu mála – mun betri en nokkur annar, jafnvel þrautreyndasta útivistarfólk. Á fyrstu dögum hamfara – eins og eldgos alltaf er – er sérstaklega mikilvægt að gefa aðgerðastjórn svigrúm til ákvarðana og virða niðurstöður þeirra og ráðleggingar. Öryggi almennings, þar með talið þeirra ferðamanna sem fýsir að berja gosið eigin augum, er alltaf í fyrsta sæti hjá þeim. Í því ljósi er ágætt fyrir okkur öll sem sækjum landið heim í skjóli þess trausts sem við alla jafna berum til viðbragðsaðila að við hemjum okkur í hamfarahamingjunni. Virðum þær takmarkanir sem settar verða um aðgengi á gosvæðið, þ.m.t. þær tímabundnu lokanir sem óhjákvæmilega mun þurfa að grípa til. Komum fram við fulltrúa aðgerðastjórnar – sérstaklega sjálfboðaliða björgunarsveita, lögreglu og landvarða – af þeirri virðingu og þakklæti sem þau eiga skilið. Höfundur er ferðamálastjóri.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun