Framsókn og Samfylking tapa fluginu Matthías Arngrímsson skrifar 11. júlí 2023 07:31 Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. En sú von brást með samstarfi við helsta óvin vallarins og það hefur skilað vellinum í enn verri stöðu en áður, enda er Dagur yfirlýstur andstæðingur hans og hefur misst alla virðingu í málinu. Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar skerðir nýtingu vallarins, flugrekstraröryggi og flugöryggi og brýtur mögulega í bága við lög. Það er mjög líklegt að ef Innviðaráðherra gerir ekkert í málinu muni Framsóknarflokkurinn þurrkast út í næstu borgarstjórnarkosningum, enda var þessi borgarstjórnarmeirihluti ekki það sem fylgismenn flokksins voru að kjósa. Hún er ekki vænleg til vinnings, sú framtíð sem blasir við landsmönnum þegar þeir þurfa að komast til höfuðborgarsvæðisins hratt og örugglega. Það er verið að vinna að því að hindra sjúkraflug og koma í veg fyrir að landsmenn komist með góðu móti til höfuðborgarsvæðisins. Skútað upp á bak í samgöngumálum. Sjúkraflugið er okkar allra Enn og aftur er rétt að leiðrétta þann misskilning að þyrlur sinni öllu sjúkraflugi. Það er ekki þannig og þess vegna þurfum við óheftan og öruggan aðgang að flugbrautum Reykjavíkurflugvallar allt árið um kring. Í fyrra flugu sjúkraflugvélar 888 sjúkraflug innanlands og 145 flug til útlanda. Í sjúkraflugum milli landa er oft um lífsnauðsynlega líffæraflutninga að ræða. Af þessum flugum voru 426 skilgreind sem neyðarflug (F1/F2) þar sem mínútur skiptu máli eða 48% tilfella. Þyrlur flugu 103 sjúkraflug en reyndar vantar þar betri greiningu á hvað telst sjúkraflug með sjúkling annars vegar, og svo hins vegar björgunarflug af fjöllum eða sjó t.d. sem enda á sjúkrahúsi með slasaða. Önnur skaðleg áhrif Einnig kemur þetta deiliskipulag í veg fyrir að flugvélar í millilandaflugi geti lent í Reykjavík ef aðrir flugvellir lokast. Það mun kosta stóraukinn útblástur vegna meiri eldsneytisburðar og fargjaldahækkanir verða óumflýjanlegar. Svo má ekki gleyma að innanlandsflugið mun eiga erfiðara um vik og fleiri flug verða felld niður, eða áfangastöðum fækkað, svo skaðleg áhrif á tryggar almenningssamgöngur verða varanlegar. Þegar orkuskiptin eru handan við hornið má reikna með að ódýrara verði að fljúga til fleiri staða en nú er gert og það má ekki heldur skaða þá byltingu í samgöngum þjóðarinnar ef völlurinn fær að starfa óáreittur. Ábyrgðin liggur hjá Framsókn og Samfylkingu Það verður að bregðast hratt og örugglega við og nauðsynlegt að stöðva þennan borgarstjórnarmeirihluta í skemmdarverkum sínum á samgönguinnviðum þjóðarinnar allrar. Samfylkingin er löngu orðin getulaus í málinu svo það þýðir ekki að ræða við þau, enda meðvirknin með borgarstjóra löngu farin út fyrir öll velsæmismörk. Framsóknarmenn á landsvísu og aðrir verða að láta í sér heyra og þrýsta á að Innviðaráðherra og formaður borgarráðs sjái að sér og leiðrétti sín mistök. Þannig verða þeir menn að meiri og Framsókn heldur þá mögulega sínum sætum í borgarstjórn í næstu kosningum. Ég skora á sveitastjórnir á Íslandi að mótmæla harðlega fyrirsjáanlegri skerðingu á samgöngum við höfuðborgarsvæðið. Innviðaráðherra hefur ýmsar lagalegar leiðir til að hindra þetta skaðlega deiliskipulag og ætti að nýta sér þær til að stöðva það Dagsverk, áður en þjóðarflugvöllurinn verður rústir Einars. Það yrði ömurleg arfleifð Framsóknar og Samfylkingar. Höfundur er flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Matthías Arngrímsson Fréttir af flugi Borgarstjórn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. En sú von brást með samstarfi við helsta óvin vallarins og það hefur skilað vellinum í enn verri stöðu en áður, enda er Dagur yfirlýstur andstæðingur hans og hefur misst alla virðingu í málinu. Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar skerðir nýtingu vallarins, flugrekstraröryggi og flugöryggi og brýtur mögulega í bága við lög. Það er mjög líklegt að ef Innviðaráðherra gerir ekkert í málinu muni Framsóknarflokkurinn þurrkast út í næstu borgarstjórnarkosningum, enda var þessi borgarstjórnarmeirihluti ekki það sem fylgismenn flokksins voru að kjósa. Hún er ekki vænleg til vinnings, sú framtíð sem blasir við landsmönnum þegar þeir þurfa að komast til höfuðborgarsvæðisins hratt og örugglega. Það er verið að vinna að því að hindra sjúkraflug og koma í veg fyrir að landsmenn komist með góðu móti til höfuðborgarsvæðisins. Skútað upp á bak í samgöngumálum. Sjúkraflugið er okkar allra Enn og aftur er rétt að leiðrétta þann misskilning að þyrlur sinni öllu sjúkraflugi. Það er ekki þannig og þess vegna þurfum við óheftan og öruggan aðgang að flugbrautum Reykjavíkurflugvallar allt árið um kring. Í fyrra flugu sjúkraflugvélar 888 sjúkraflug innanlands og 145 flug til útlanda. Í sjúkraflugum milli landa er oft um lífsnauðsynlega líffæraflutninga að ræða. Af þessum flugum voru 426 skilgreind sem neyðarflug (F1/F2) þar sem mínútur skiptu máli eða 48% tilfella. Þyrlur flugu 103 sjúkraflug en reyndar vantar þar betri greiningu á hvað telst sjúkraflug með sjúkling annars vegar, og svo hins vegar björgunarflug af fjöllum eða sjó t.d. sem enda á sjúkrahúsi með slasaða. Önnur skaðleg áhrif Einnig kemur þetta deiliskipulag í veg fyrir að flugvélar í millilandaflugi geti lent í Reykjavík ef aðrir flugvellir lokast. Það mun kosta stóraukinn útblástur vegna meiri eldsneytisburðar og fargjaldahækkanir verða óumflýjanlegar. Svo má ekki gleyma að innanlandsflugið mun eiga erfiðara um vik og fleiri flug verða felld niður, eða áfangastöðum fækkað, svo skaðleg áhrif á tryggar almenningssamgöngur verða varanlegar. Þegar orkuskiptin eru handan við hornið má reikna með að ódýrara verði að fljúga til fleiri staða en nú er gert og það má ekki heldur skaða þá byltingu í samgöngum þjóðarinnar ef völlurinn fær að starfa óáreittur. Ábyrgðin liggur hjá Framsókn og Samfylkingu Það verður að bregðast hratt og örugglega við og nauðsynlegt að stöðva þennan borgarstjórnarmeirihluta í skemmdarverkum sínum á samgönguinnviðum þjóðarinnar allrar. Samfylkingin er löngu orðin getulaus í málinu svo það þýðir ekki að ræða við þau, enda meðvirknin með borgarstjóra löngu farin út fyrir öll velsæmismörk. Framsóknarmenn á landsvísu og aðrir verða að láta í sér heyra og þrýsta á að Innviðaráðherra og formaður borgarráðs sjái að sér og leiðrétti sín mistök. Þannig verða þeir menn að meiri og Framsókn heldur þá mögulega sínum sætum í borgarstjórn í næstu kosningum. Ég skora á sveitastjórnir á Íslandi að mótmæla harðlega fyrirsjáanlegri skerðingu á samgöngum við höfuðborgarsvæðið. Innviðaráðherra hefur ýmsar lagalegar leiðir til að hindra þetta skaðlega deiliskipulag og ætti að nýta sér þær til að stöðva það Dagsverk, áður en þjóðarflugvöllurinn verður rústir Einars. Það yrði ömurleg arfleifð Framsóknar og Samfylkingar. Höfundur er flugstjóri og flugkennari.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar