Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2023 10:31 Dragan Nachevski er í djúpum skít. getty/Slavko Midzor TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. Í heimildamyndinni sést Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Herra Zhang og Nachevski hittust í á EM í janúar 2020. Þar viðraði herra Zhang möguleikann á að kínverskt lið tæki þátt í SEHA-deildinni, Meistaradeild Austur-Evrópu. Samtalið tók svo aðra stefnu þegar herra Zhang fór að tala um möguleikann á að græða á veðmálum en hann kvaðst hafa góð sambönd í asíska veðmálabransanum. Herra Zhang nefndi það svo að Nachevski gæti hjálpað til við hagræðingu úrslita sem formaður dómaranefndar EHF. „Ég veit hvað þú átt við. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er mikið rætt um veðmál og hluti sem eru í gangi. En ég ætla ekki að flækjast í þetta, herra Zhang. Þar með er ekki sagt að ég sé hræddur en þetta er áhættusamt,“ sagði Nachevski. Hann sagði jafnframt að fyrirtækið SportRadar fylgdist með málum sem þessum í handboltanum en ef hann væri yngri og aðeins að elta peningana hefði hann verið til í tuskið. Herra Zhang bað Nachevski svo að nefna einhvern sem þekkti dómarana í handboltanum. „Þetta er hættulegt, sérstaklega þessa dagana. Athyglin á þessu er mikil,“ sagði Nachevski. Hann lauk samtalinu svo á því að segja að ekkert samtal hefði átt sér stað en herra Zhang þyrfti ekki að vera hræddur. TV 2 afhenti EHF myndband af samtali herra Zhangs og Nachevskis og í kjölfarið setti EHF Norður-Makedóníumanninn í bann. Handboltadómstóll EHF er með mál hans til rannsóknar. Nachevski neitar sök en sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt því hann hafi hitt meðlim í asísku veðmálamafíunni. Í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir kom í ljós um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars sonur Nachevskis, Gjorgij. Hann var settur til hliðar líkt og faðir sinn. Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Í heimildamyndinni sést Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Herra Zhang og Nachevski hittust í á EM í janúar 2020. Þar viðraði herra Zhang möguleikann á að kínverskt lið tæki þátt í SEHA-deildinni, Meistaradeild Austur-Evrópu. Samtalið tók svo aðra stefnu þegar herra Zhang fór að tala um möguleikann á að græða á veðmálum en hann kvaðst hafa góð sambönd í asíska veðmálabransanum. Herra Zhang nefndi það svo að Nachevski gæti hjálpað til við hagræðingu úrslita sem formaður dómaranefndar EHF. „Ég veit hvað þú átt við. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er mikið rætt um veðmál og hluti sem eru í gangi. En ég ætla ekki að flækjast í þetta, herra Zhang. Þar með er ekki sagt að ég sé hræddur en þetta er áhættusamt,“ sagði Nachevski. Hann sagði jafnframt að fyrirtækið SportRadar fylgdist með málum sem þessum í handboltanum en ef hann væri yngri og aðeins að elta peningana hefði hann verið til í tuskið. Herra Zhang bað Nachevski svo að nefna einhvern sem þekkti dómarana í handboltanum. „Þetta er hættulegt, sérstaklega þessa dagana. Athyglin á þessu er mikil,“ sagði Nachevski. Hann lauk samtalinu svo á því að segja að ekkert samtal hefði átt sér stað en herra Zhang þyrfti ekki að vera hræddur. TV 2 afhenti EHF myndband af samtali herra Zhangs og Nachevskis og í kjölfarið setti EHF Norður-Makedóníumanninn í bann. Handboltadómstóll EHF er með mál hans til rannsóknar. Nachevski neitar sök en sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt því hann hafi hitt meðlim í asísku veðmálamafíunni. Í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir kom í ljós um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars sonur Nachevskis, Gjorgij. Hann var settur til hliðar líkt og faðir sinn.
Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni