Sætanýtingin 86 prósent en stundvísin undir markmiðum Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2023 09:00 Farþegar í millilandaflugi hjá Icelandair voru 493 þúsund í júní, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra. Vísir/Vilhelm Heildarfjöldi farþega Icelandair var 519 þúsund í nýliðnum júnímánuði, 20 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar farþegar voru 431 þúsund. Samtals hafa 1,8 milljónir farþega ferðast með félaginu á fyrri helmingi ársins, 31 prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 493 þúsund, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar 407 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 43 prósent verið á leið til Íslands, 13 prósent frá Íslandi og 44 prósent verið tengifarþegar. „Stundvísi í millilandaflugi var 67%, sem er undir markmiðum félagsins. Sætanýting var 86% en framboð í júní jókst um 22% miðað við fyrra ár. Mikil eftirspurn hefur verið á Norður-Ameríkumarkaði og var sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku 90% sem er mesta sætanýting sem verið hefur hjá félaginu í júnímánuði. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var 25 þúsund. Sætanýting í innanlandsflugi var 78,8% og stundvísi var 91%, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Fraktflutningar jukust um 51% á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Norður-Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 5% fleiri en í sama mánuði í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólki fjölgar Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að sumarið hafi byrjað af krafti hjá félaginu með yfir hálfa milljón farþega í júnímánuði. „Starfsfólki félagsins hefur fjölgað umtalsvert að undanförnu og tókst hópnum vel til við að halda uppi öflugu leiðakerfi félagsins í mánuðinum. Við höldum áfram að sjá mikinn áhuga á ferðum til Íslands og til marks um það var slegið met í sætanýtingu til og frá Norður-Ameríku. Þessi mikli áhugi á ferðum til Íslands er afrakstur öflugs markaðsstarfs ferðaþjónustunnar á Íslandi. Icelandair er leiðandi í því markaðsstarfi og það er ánægjulegt að segja frá því að við fengum á dögunum alþjóðleg verðlaun fyrir viðburð í London þar sem við, ásamt öflugum samstarfsaðilum, bjuggum til íslenska upplifun og buðum almenningi í heimsókn,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 493 þúsund, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar 407 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 43 prósent verið á leið til Íslands, 13 prósent frá Íslandi og 44 prósent verið tengifarþegar. „Stundvísi í millilandaflugi var 67%, sem er undir markmiðum félagsins. Sætanýting var 86% en framboð í júní jókst um 22% miðað við fyrra ár. Mikil eftirspurn hefur verið á Norður-Ameríkumarkaði og var sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku 90% sem er mesta sætanýting sem verið hefur hjá félaginu í júnímánuði. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var 25 þúsund. Sætanýting í innanlandsflugi var 78,8% og stundvísi var 91%, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Fraktflutningar jukust um 51% á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Norður-Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 5% fleiri en í sama mánuði í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólki fjölgar Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að sumarið hafi byrjað af krafti hjá félaginu með yfir hálfa milljón farþega í júnímánuði. „Starfsfólki félagsins hefur fjölgað umtalsvert að undanförnu og tókst hópnum vel til við að halda uppi öflugu leiðakerfi félagsins í mánuðinum. Við höldum áfram að sjá mikinn áhuga á ferðum til Íslands og til marks um það var slegið met í sætanýtingu til og frá Norður-Ameríku. Þessi mikli áhugi á ferðum til Íslands er afrakstur öflugs markaðsstarfs ferðaþjónustunnar á Íslandi. Icelandair er leiðandi í því markaðsstarfi og það er ánægjulegt að segja frá því að við fengum á dögunum alþjóðleg verðlaun fyrir viðburð í London þar sem við, ásamt öflugum samstarfsaðilum, bjuggum til íslenska upplifun og buðum almenningi í heimsókn,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira