„Á mörkum mennskunnar“: Má ráðherra samþykkja, að dýr séu kvalin til dauða? Birgir Dýrfjörð skrifar 5. júlí 2023 15:01 Ég horfði á Akranesfundinn um frestun ráðherra á heimild til hvalveiða. Fundurinn var á vegum Verkalýðsfélags Akraness og firnavel sóttur. Að áliti fundarboðanda sátu hann hátt í fimmhundruð manns. Frummælendur voru Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, og fulltrúar þingflokka VG, Pírata, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Stefán Vagn Stefánsson formaður þingnefndar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi setti fundinn, og tilnefndi fundarstjóra. Fyrst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir, ráðherra. Það er mitt álit og margra margra annarra, að allan fundinn hafði málfluttningur hennar algjöra yfirburði í viti, orðavali og framsögn. Svandís bar af öðrum ræðumönnum eins og ljón af geitum. Í ræðu sinni vísaði hún til þess að í fyrirliggjandi gögnum kemur fram í máli og myndböndum, aðhvaladrápið brjóti í bága við ákvæði laga nr.55/2013 um velferð dýra. Myndbönd sýna, að þrátt fyrir, að skotin hittu oftast á það skotsvæði sem ráðlagt er að miða á til að drepa dýrið á sem skemstum tíma, þá var reyndin sú, að þriðjungur þeirra hvala, sem drepnir voru á vertíð 2022 háðu langt dauðastríð. Tjóður dauðans. Sem sagt, þriðji hver skutull sem hittir þó á þau svæði dýranna, sem viðkvæmust eru, og sem ráðlagt er að miða á til að skutullinn geti tætt sig djúpt í blóðríkt hold þeirra. Hann nægir samt ekki til að stytta kvalastríð þeirra. Veiðimenn verða þá að vinna það átakanlega verk, að murka lífið úr tjóðruðu 60 tonna dýri. Í þeim aðförum örlar hvergi á samúð, mannúð og mennsku. Þær hljóta að valda minningum, sem spilla ellidögum þeirra, sem þar eru að verki. Píratinn Gísli Rafn benti á að þessar veiðar væru brot á íslenskum lögum um velferð dýra. Hann spurði. Hver getur svo ætlast til, að ráðherra veiti leyfi til að brjóta íslensk lög. Gísli Rafn var sá eini, sem ræddi tilefni fundarins. Að virða lög um velferð dýra. Tilefni fundarins. Tilefni Svandísar til að fresta hvalveiðum var það eitt að virða Íslensk lög. Það er áhyggjuefni, - sem því miður kemur ekki á óvart, - að talsmenn þingflokka veitast að ráðherra og gera það að sök, að vilja fara að lögum. Þeir kunna ekki að gæta sóma alþingis. Þeir eru smánarblettur, og flokkum sínum til skammar. Hrokinn er yfirgengilegur. Þeir telja sig eiga lögin og lýðræðið. Þeir eru orðnir eins og frekur fíkill sem grípur í þekkta hótun. Fái þeir ekki að ráða, þá hóta þeir sjálfsmorði, - ríkisstjórnarinnar. Ég segi nú bara eins og meirihluti þjóðarinnar: Farið hefur fé betra. Drífið í málinu. Höfundur er rafvirki. Es; Fyrirsögnin er heiti á bók Jóns Jónssonar fræðimanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Hvalveiðar Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ég horfði á Akranesfundinn um frestun ráðherra á heimild til hvalveiða. Fundurinn var á vegum Verkalýðsfélags Akraness og firnavel sóttur. Að áliti fundarboðanda sátu hann hátt í fimmhundruð manns. Frummælendur voru Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, og fulltrúar þingflokka VG, Pírata, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Stefán Vagn Stefánsson formaður þingnefndar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi setti fundinn, og tilnefndi fundarstjóra. Fyrst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir, ráðherra. Það er mitt álit og margra margra annarra, að allan fundinn hafði málfluttningur hennar algjöra yfirburði í viti, orðavali og framsögn. Svandís bar af öðrum ræðumönnum eins og ljón af geitum. Í ræðu sinni vísaði hún til þess að í fyrirliggjandi gögnum kemur fram í máli og myndböndum, aðhvaladrápið brjóti í bága við ákvæði laga nr.55/2013 um velferð dýra. Myndbönd sýna, að þrátt fyrir, að skotin hittu oftast á það skotsvæði sem ráðlagt er að miða á til að drepa dýrið á sem skemstum tíma, þá var reyndin sú, að þriðjungur þeirra hvala, sem drepnir voru á vertíð 2022 háðu langt dauðastríð. Tjóður dauðans. Sem sagt, þriðji hver skutull sem hittir þó á þau svæði dýranna, sem viðkvæmust eru, og sem ráðlagt er að miða á til að skutullinn geti tætt sig djúpt í blóðríkt hold þeirra. Hann nægir samt ekki til að stytta kvalastríð þeirra. Veiðimenn verða þá að vinna það átakanlega verk, að murka lífið úr tjóðruðu 60 tonna dýri. Í þeim aðförum örlar hvergi á samúð, mannúð og mennsku. Þær hljóta að valda minningum, sem spilla ellidögum þeirra, sem þar eru að verki. Píratinn Gísli Rafn benti á að þessar veiðar væru brot á íslenskum lögum um velferð dýra. Hann spurði. Hver getur svo ætlast til, að ráðherra veiti leyfi til að brjóta íslensk lög. Gísli Rafn var sá eini, sem ræddi tilefni fundarins. Að virða lög um velferð dýra. Tilefni fundarins. Tilefni Svandísar til að fresta hvalveiðum var það eitt að virða Íslensk lög. Það er áhyggjuefni, - sem því miður kemur ekki á óvart, - að talsmenn þingflokka veitast að ráðherra og gera það að sök, að vilja fara að lögum. Þeir kunna ekki að gæta sóma alþingis. Þeir eru smánarblettur, og flokkum sínum til skammar. Hrokinn er yfirgengilegur. Þeir telja sig eiga lögin og lýðræðið. Þeir eru orðnir eins og frekur fíkill sem grípur í þekkta hótun. Fái þeir ekki að ráða, þá hóta þeir sjálfsmorði, - ríkisstjórnarinnar. Ég segi nú bara eins og meirihluti þjóðarinnar: Farið hefur fé betra. Drífið í málinu. Höfundur er rafvirki. Es; Fyrirsögnin er heiti á bók Jóns Jónssonar fræðimanns.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun