Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júlí 2023 15:01 Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, bíður sjálf í röð eftir pylsu. Það gerðu þó heimsfrægu systurnar ekki. Vísir/Vilhelm Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan. Vinsældir Bæjarins beztu eru svo miklar að suma daga hefur verið settur upp auka vagn við hlið þess sem staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur. Guðrún segir það vera gert til að koma í veg fyrir að túristarnir þurfi að bíða of lengi í röð. „Sérstaklega eins og þeir túristar sem eru að koma með þessum skipum, sem eru kannski bara í einn dag í Reykjavík. Þeir koma og verða að fá pylsu, það er eiginlega ástæðan fyrir því að við setjum upp þennan auka vagn, til þess að anna því. Af því þetta er svo stuttur tími sem þau eru að stoppa,“ segir Guðrún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þá segir hún þetta ekki vera nýtt af nálinni, þetta hafi einnig verið gert fyrir Covid. „Við höfum alltaf gert þetta öðru hvoru yfir sumartímann.“ Mikil vinna á bakvið vinsældirnar Eins og frægt er orðið fyrir löngu fékk Bill Clinton sér pylsu hjá Bæjarins beztu árið 2004. Aðspurð um hvort vinsældir pylsuvagnsins séu honum að þakka segir hún að það sé að hluta til svo. „Það eru ameríkanarnir. Þeir eru náttúrulega svolítið sérstakir stundum.“ Hins vegar megi frekar rekja vinsældir vagnsins til mikillar vinnu sem farið var á sínum tíma. „Þetta er náttúrulega bara vinna sem við byrjuðum á fyrir mörgum árum síðan. Við fórum að koma okkur í alla túristabæklinga um Ísland og svo smám saman vindur þetta upp á sig.“ Yfirleitt er röð í Bæjarins beztu pylsur í bænum.Vísir/Vilhelm Yfir röðina hafnar Fleira frægt fólk hefur gert sér ferð á Bæjarins beztu síðan Clinton gerði það hér um árið. Mesta fjaðrafokið varð þó þegar frægustu systur heims gerðu sér ferð þangað. „Það hefur fullt af frægu fólki komið til okkar. Svona á síðustu árum var mesta havaríið þegar þær Kardashian-systur komu. Venjulega leyfum við frægu fólki að vera í friði sem kemur, það fer bara í biðröðina eins og aðrir og það er ekki tekin mynd af því eða neitt svoleiðis. En þær náttúrulega voru með tíu myndatökumenn með sér þannig það komst alls staðar í blöðin.“ Guðrún segir að systurnar hafi ekki beðið í röð eftir pylsu: „Nei, þær fóru nefnilega ekki í röð. Mér finnst persónulega að þær hefðu átt að fara í röð. Ég fer í röð þegar ég fer niður á Bæjarins bestu og fæ mér pulsu, af hverju ekki Kardashian systur líka?“ Clinton ennþá sá frægasti Guðrún er þó á því að Bill Clinton vermi ennþá sætið sem sá frægasti sem hefur komið á Bæjarins beztu. Í þættinum í morgun rifjar hún upp söguna af því þegar forsetinn fékk sér pylsu hjá þeim. „Sagan er þannig að hún Mæja mín sem vann hjá mér í mörg ár, hún sá hann bara á labbinu niðri í bæ með fullt af lífvörðum. Hún svona hallaði sér út um gluggann, kallaði á hann og sagði bara: „World's best hotdog!“ Hann svona horfir á hana, lífverðirnir fara í smá panikk og hann bara ákveður að fá sér pylsu. Lífverðirnir leituðu á meðan í ruslatunnunum að sprengjum, sem var ótrúlega fyndið. Clinton fékk sér pylsu með engu nema sinnepi, síðan þá hefur slík pylsa verið kennd við hann. „Hann vissi ekkert hvað hann var að fara út í. Ég hugsa að hann hefði fengið sér með öllu ef hann hefði vitað hvað væri málið.“ Matur Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Vinsældir Bæjarins beztu eru svo miklar að suma daga hefur verið settur upp auka vagn við hlið þess sem staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur. Guðrún segir það vera gert til að koma í veg fyrir að túristarnir þurfi að bíða of lengi í röð. „Sérstaklega eins og þeir túristar sem eru að koma með þessum skipum, sem eru kannski bara í einn dag í Reykjavík. Þeir koma og verða að fá pylsu, það er eiginlega ástæðan fyrir því að við setjum upp þennan auka vagn, til þess að anna því. Af því þetta er svo stuttur tími sem þau eru að stoppa,“ segir Guðrún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þá segir hún þetta ekki vera nýtt af nálinni, þetta hafi einnig verið gert fyrir Covid. „Við höfum alltaf gert þetta öðru hvoru yfir sumartímann.“ Mikil vinna á bakvið vinsældirnar Eins og frægt er orðið fyrir löngu fékk Bill Clinton sér pylsu hjá Bæjarins beztu árið 2004. Aðspurð um hvort vinsældir pylsuvagnsins séu honum að þakka segir hún að það sé að hluta til svo. „Það eru ameríkanarnir. Þeir eru náttúrulega svolítið sérstakir stundum.“ Hins vegar megi frekar rekja vinsældir vagnsins til mikillar vinnu sem farið var á sínum tíma. „Þetta er náttúrulega bara vinna sem við byrjuðum á fyrir mörgum árum síðan. Við fórum að koma okkur í alla túristabæklinga um Ísland og svo smám saman vindur þetta upp á sig.“ Yfirleitt er röð í Bæjarins beztu pylsur í bænum.Vísir/Vilhelm Yfir röðina hafnar Fleira frægt fólk hefur gert sér ferð á Bæjarins beztu síðan Clinton gerði það hér um árið. Mesta fjaðrafokið varð þó þegar frægustu systur heims gerðu sér ferð þangað. „Það hefur fullt af frægu fólki komið til okkar. Svona á síðustu árum var mesta havaríið þegar þær Kardashian-systur komu. Venjulega leyfum við frægu fólki að vera í friði sem kemur, það fer bara í biðröðina eins og aðrir og það er ekki tekin mynd af því eða neitt svoleiðis. En þær náttúrulega voru með tíu myndatökumenn með sér þannig það komst alls staðar í blöðin.“ Guðrún segir að systurnar hafi ekki beðið í röð eftir pylsu: „Nei, þær fóru nefnilega ekki í röð. Mér finnst persónulega að þær hefðu átt að fara í röð. Ég fer í röð þegar ég fer niður á Bæjarins bestu og fæ mér pulsu, af hverju ekki Kardashian systur líka?“ Clinton ennþá sá frægasti Guðrún er þó á því að Bill Clinton vermi ennþá sætið sem sá frægasti sem hefur komið á Bæjarins beztu. Í þættinum í morgun rifjar hún upp söguna af því þegar forsetinn fékk sér pylsu hjá þeim. „Sagan er þannig að hún Mæja mín sem vann hjá mér í mörg ár, hún sá hann bara á labbinu niðri í bæ með fullt af lífvörðum. Hún svona hallaði sér út um gluggann, kallaði á hann og sagði bara: „World's best hotdog!“ Hann svona horfir á hana, lífverðirnir fara í smá panikk og hann bara ákveður að fá sér pylsu. Lífverðirnir leituðu á meðan í ruslatunnunum að sprengjum, sem var ótrúlega fyndið. Clinton fékk sér pylsu með engu nema sinnepi, síðan þá hefur slík pylsa verið kennd við hann. „Hann vissi ekkert hvað hann var að fara út í. Ég hugsa að hann hefði fengið sér með öllu ef hann hefði vitað hvað væri málið.“
Matur Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira