Þurfa að endurgreiða skíðaferðir: „Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur“ Árni Sæberg skrifar 28. júní 2023 18:39 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Vísir Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir fyrirtækið harma dóma Hæstaréttar þess efnis að því beri að endurgreiða pakkaferðir sem afpantaðar voru skömmu fyrir brottför. Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Viðskiptavinirnir þrír eru feðgar og faðirinn tilkynnti afpöntunina nóttina fyrir brottför fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið fór fyrir öll dómstig og niðurstaðan var alltaf sú sama, full endurgreiðsla vegna örar útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Þessa niðurstöðu harmar Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem óskaði eftir því að fá að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Áttu engan möguleika á endurgreiðslu „Ég vil koma því á framfæri og ítreka það að skíðasvæðið var opið á þessum tíma, Icelandair flaug á þessum tíma og við gátum ekki fengið það endurgreitt,“ segir hún. Hún segir ferðaskrifstofuna hafa reynt að fá Icelandair til þess að aflýsa fluginu en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Þá hafi hótelið verið opið og ekki hafi verið hægt að fá gistinguna endurgreidda. „Við hörmum þennan dóm, vegna þess að við getum ekki sótt þetta eitt eða neitt. Eins og það sé ekkert litið til aðstæðna í heild sinni.“ Þórunn segir að endurgreiðsla þriggja skíðaferða sé þungur baggi á litla ferðaskrifstofu og því hafi verið ákveðið að fara með málið alla leið fyrir dómstólum. Heildarkröfur þriggja stefnenda í málunum hljóðuðu upp á um 2,6 milljónir króna en ferðaskrifstofan þarf að greiða þá upphæð auk vaxta og alls málskostnaðar. „Við sitjum bara uppi með þessar milljónir og eigum ekki kröfu á einn eða neinn með það. Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Ferðalög Skíðaíþróttir Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Viðskiptavinirnir þrír eru feðgar og faðirinn tilkynnti afpöntunina nóttina fyrir brottför fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið fór fyrir öll dómstig og niðurstaðan var alltaf sú sama, full endurgreiðsla vegna örar útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Þessa niðurstöðu harmar Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem óskaði eftir því að fá að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Áttu engan möguleika á endurgreiðslu „Ég vil koma því á framfæri og ítreka það að skíðasvæðið var opið á þessum tíma, Icelandair flaug á þessum tíma og við gátum ekki fengið það endurgreitt,“ segir hún. Hún segir ferðaskrifstofuna hafa reynt að fá Icelandair til þess að aflýsa fluginu en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Þá hafi hótelið verið opið og ekki hafi verið hægt að fá gistinguna endurgreidda. „Við hörmum þennan dóm, vegna þess að við getum ekki sótt þetta eitt eða neitt. Eins og það sé ekkert litið til aðstæðna í heild sinni.“ Þórunn segir að endurgreiðsla þriggja skíðaferða sé þungur baggi á litla ferðaskrifstofu og því hafi verið ákveðið að fara með málið alla leið fyrir dómstólum. Heildarkröfur þriggja stefnenda í málunum hljóðuðu upp á um 2,6 milljónir króna en ferðaskrifstofan þarf að greiða þá upphæð auk vaxta og alls málskostnaðar. „Við sitjum bara uppi með þessar milljónir og eigum ekki kröfu á einn eða neinn með það. Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Ferðalög Skíðaíþróttir Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira