Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júní 2023 06:07 Birna hefur ákveðið að láta af störfum. Vísir/Vilhelm Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birnu sem send var á fjölmiðla í nótt. Með þessu segist Birna axla ábyrgð á sínum þætti málsins. „Umræðan hefur verið óvægin og ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um afsögn mína. Ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum,“ segir hún enn fremur. Birna segist yfirgefa Íslandsbanka með trega, enda hafi hún helgað bankanum nánast alla starfsævi sína. Sáttin við fjármálaeftirlitið snúi eingöngu að einu verkefni, að öðru leyti hafi ferill hennar verið farsæll. „Undir minni stjórn, sem bankastjóri, hefur eigið fé bankans aukist um næstum 150 milljarða auk þess sem ríflega 110 milljarðar hafa verið greiddir í arð til hluthafa,“ segir Birna. Hún segist kveðja bankann með söknuði en sátt við sitt verk. Þá óskar hún samstarfsfólki sínu góðs gengis og segist vona að með því að stíga til hliðar skapist friður í kringum fyrirtækið og fólkið sem henni þykir vænt um. Yfirlýsingin í heild: „Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem bankastjóri Íslandsbanka með hagsmuni bankans að leiðarljósi svo ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Með því axla ég ábyrgð á mínum þætti málsins. Umræðan hefur verið óvægin og ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um afsögn mína. Ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum. Það er með miklum trega sem ég yfirgef Íslandsbanka enda hef ég starfað hjá bankanum og forverum hans í um 30 ár. Starfsævi mín hefur nánast öll verið helguð bankanum og okkur hefur tekist að byggja upp eitt öflugasta fyrirtæki landsins með einstökum starfsmannahópi. Ég hef eignast marga góða vini bæði í hópi starfsfólks og viðskiptavina. Sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands snýr eingöngu að þessu eina verkefni, að öðru leyti hefur ferill minn hjá bankanum verið farsæll. Undir minni stjórn, sem bankastjóri, hefur eigið fé bankans aukist um næstum 150 milljarða auk þess sem ríflega 110 milljarðar hafa verið greiddir í arð til hluthafa. Okkur hefur tekist að ná fram fjölda sigra á fjármálamarkaði með mannleg gildi að leiðarljósi. Ég kveð bankann með söknuði en sátt við mitt verk. Ég óska öllu mínu samstarfsfólki góðs gengis og vona innilega að með þessu skapist friður í kringum fyrirtækið og fólkið sem mér þykir svo vænt um.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birnu sem send var á fjölmiðla í nótt. Með þessu segist Birna axla ábyrgð á sínum þætti málsins. „Umræðan hefur verið óvægin og ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um afsögn mína. Ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum,“ segir hún enn fremur. Birna segist yfirgefa Íslandsbanka með trega, enda hafi hún helgað bankanum nánast alla starfsævi sína. Sáttin við fjármálaeftirlitið snúi eingöngu að einu verkefni, að öðru leyti hafi ferill hennar verið farsæll. „Undir minni stjórn, sem bankastjóri, hefur eigið fé bankans aukist um næstum 150 milljarða auk þess sem ríflega 110 milljarðar hafa verið greiddir í arð til hluthafa,“ segir Birna. Hún segist kveðja bankann með söknuði en sátt við sitt verk. Þá óskar hún samstarfsfólki sínu góðs gengis og segist vona að með því að stíga til hliðar skapist friður í kringum fyrirtækið og fólkið sem henni þykir vænt um. Yfirlýsingin í heild: „Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem bankastjóri Íslandsbanka með hagsmuni bankans að leiðarljósi svo ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Með því axla ég ábyrgð á mínum þætti málsins. Umræðan hefur verið óvægin og ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um afsögn mína. Ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum. Það er með miklum trega sem ég yfirgef Íslandsbanka enda hef ég starfað hjá bankanum og forverum hans í um 30 ár. Starfsævi mín hefur nánast öll verið helguð bankanum og okkur hefur tekist að byggja upp eitt öflugasta fyrirtæki landsins með einstökum starfsmannahópi. Ég hef eignast marga góða vini bæði í hópi starfsfólks og viðskiptavina. Sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands snýr eingöngu að þessu eina verkefni, að öðru leyti hefur ferill minn hjá bankanum verið farsæll. Undir minni stjórn, sem bankastjóri, hefur eigið fé bankans aukist um næstum 150 milljarða auk þess sem ríflega 110 milljarðar hafa verið greiddir í arð til hluthafa. Okkur hefur tekist að ná fram fjölda sigra á fjármálamarkaði með mannleg gildi að leiðarljósi. Ég kveð bankann með söknuði en sátt við mitt verk. Ég óska öllu mínu samstarfsfólki góðs gengis og vona innilega að með þessu skapist friður í kringum fyrirtækið og fólkið sem mér þykir svo vænt um.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira