Höldum okkur við staðreyndir um hvalveiðibannið Katrín Oddsdóttir skrifar 22. júní 2023 17:32 1. Það að banna starfsemi sem nefnd sérfræðinga fullyrðir einum rómi að brjóti gegn lögum er ekki ófalegt. Það væri hins vegar ófaglegt að gera það ekki. 2. Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnu sína, hvað þá með litlum fyrirvara. Hins vegar má ekki gleyma því að ástæða þess að skýrsla MAST um hvaleiðarnar kom ekki fram fyrr en í maí, var sú að Hvalur hf. bað um ítrekaða fresti til frekari andmæla. Skýrslan var tilbúin í drögum í janúar. Þessi dráttur er fyrst og fremst ástæða þess að niðurstaða Fagráðsins um að veiðarnar séu ólögmætar kom ekki fram fyrr. Um leið og ólögmætið liggur fyrir verður hins vegar ráðherra að bregaðast við og það gerði Svandís. Athafnaleysisbrot geta varðar ráðherraábyrgð. 3. Það er mikið af störfum í boði og fólk á ekki rétt á að starfa í ólögmætri starfsemi. Dæmi um sérhæfð sjómannsstörf í boði er til dæmis hér. 4. Ekki er rétt að um 200 full störf hjá Hvali hf. tapist við að þetta bann sé sett á. Samkvæmt ársreikningum félagins eru um 40 störf á ársgrundvelli við hvalveiðar. 5. Frá því að Hvalur fékk leyfi árið 2009 til að veiða langreyðar hefur félagið veitt að meðaltali annað hvert ár. Þetta þýðir að flestir starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki með langtímaatvinnuöryggi í þessum atvinnurekstri. 6. Meðalhóf í stjórnsýslu þýðir að fara ekki harðar fram en nauðsyn krefur við beitingu opinbers valds. Hér hefur ekki verið brotið gegn meðalhófi svo ég fái séð. Eftir að hafa legið yfir alls kyns málum tengdum starfsemi Hvals hf. leyfi ég mér að deila þeirri skoðun minni hér að miklu frekar sé um alvarlega og kerfislæga linkind að ræða hvað varðar þetta félag, þegar það kemur að íslenskri stjórnsýslu. Brot á reglugerðum eru látin óátalin og endalausir frestir veittir, án þess að fyrir slíku sé sérstök nauðsyn eða lagastoð. Þá er lögbundnum viðurlögum vegna brota á reglum sjaldnast beitt. 7. Talandi um viðurlög, þá megum við ekki gleyma því að lög um velferð dýra eru mikilvæg og nýleg lög sem þjóna göfugum tilgangi. Þar segir að ef brotið er gegn ákvæðum laganna geti það varðar sektum og jafnvel fangelsun. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að starfsmenn Hvals hf. hefðu endað bak við lás en það þarf samt að draga þennan punkt fram í dagsljósið áður en við förum að tala um þessi störf, sem langflest eru sumarstörf, eins og fólk hafi átt til þeirra skýlausan rétt. 8. Ný skýrsla sem unnin er að sjávarlíffræðing að beiðni Matvælaráðherra og birtist í dag sýnir það mikilvæga púsl sem við megum ekki missa sjónar á, sem er að þessi dýr þjóna vistkerfinu og loftslaginu með afar jákvæðum hætti. Stóra myndin má ekki hverfa í reykinn sem reiðin yfir störfum fólks kann að skapa. Sem betur fer mun enginn svelta og það er gott atvinnuástand á landinu. Við erum væntanlega öll sammála um að betra hefði verið að þessi ákvörðun hefði komið fyrr, og sjálf barðist ég fyrir því sem lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en ég held að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki viljað taka hana nema fagleikinn væri óumdeildur og til þess þurfti álit sem staðfesti með skýrum hætti lögbrot. Það lá loks fyrir með niðurstöðu fagráðs. Höfundur er mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Katrín Oddsdóttir Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
1. Það að banna starfsemi sem nefnd sérfræðinga fullyrðir einum rómi að brjóti gegn lögum er ekki ófalegt. Það væri hins vegar ófaglegt að gera það ekki. 2. Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnu sína, hvað þá með litlum fyrirvara. Hins vegar má ekki gleyma því að ástæða þess að skýrsla MAST um hvaleiðarnar kom ekki fram fyrr en í maí, var sú að Hvalur hf. bað um ítrekaða fresti til frekari andmæla. Skýrslan var tilbúin í drögum í janúar. Þessi dráttur er fyrst og fremst ástæða þess að niðurstaða Fagráðsins um að veiðarnar séu ólögmætar kom ekki fram fyrr. Um leið og ólögmætið liggur fyrir verður hins vegar ráðherra að bregaðast við og það gerði Svandís. Athafnaleysisbrot geta varðar ráðherraábyrgð. 3. Það er mikið af störfum í boði og fólk á ekki rétt á að starfa í ólögmætri starfsemi. Dæmi um sérhæfð sjómannsstörf í boði er til dæmis hér. 4. Ekki er rétt að um 200 full störf hjá Hvali hf. tapist við að þetta bann sé sett á. Samkvæmt ársreikningum félagins eru um 40 störf á ársgrundvelli við hvalveiðar. 5. Frá því að Hvalur fékk leyfi árið 2009 til að veiða langreyðar hefur félagið veitt að meðaltali annað hvert ár. Þetta þýðir að flestir starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki með langtímaatvinnuöryggi í þessum atvinnurekstri. 6. Meðalhóf í stjórnsýslu þýðir að fara ekki harðar fram en nauðsyn krefur við beitingu opinbers valds. Hér hefur ekki verið brotið gegn meðalhófi svo ég fái séð. Eftir að hafa legið yfir alls kyns málum tengdum starfsemi Hvals hf. leyfi ég mér að deila þeirri skoðun minni hér að miklu frekar sé um alvarlega og kerfislæga linkind að ræða hvað varðar þetta félag, þegar það kemur að íslenskri stjórnsýslu. Brot á reglugerðum eru látin óátalin og endalausir frestir veittir, án þess að fyrir slíku sé sérstök nauðsyn eða lagastoð. Þá er lögbundnum viðurlögum vegna brota á reglum sjaldnast beitt. 7. Talandi um viðurlög, þá megum við ekki gleyma því að lög um velferð dýra eru mikilvæg og nýleg lög sem þjóna göfugum tilgangi. Þar segir að ef brotið er gegn ákvæðum laganna geti það varðar sektum og jafnvel fangelsun. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að starfsmenn Hvals hf. hefðu endað bak við lás en það þarf samt að draga þennan punkt fram í dagsljósið áður en við förum að tala um þessi störf, sem langflest eru sumarstörf, eins og fólk hafi átt til þeirra skýlausan rétt. 8. Ný skýrsla sem unnin er að sjávarlíffræðing að beiðni Matvælaráðherra og birtist í dag sýnir það mikilvæga púsl sem við megum ekki missa sjónar á, sem er að þessi dýr þjóna vistkerfinu og loftslaginu með afar jákvæðum hætti. Stóra myndin má ekki hverfa í reykinn sem reiðin yfir störfum fólks kann að skapa. Sem betur fer mun enginn svelta og það er gott atvinnuástand á landinu. Við erum væntanlega öll sammála um að betra hefði verið að þessi ákvörðun hefði komið fyrr, og sjálf barðist ég fyrir því sem lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en ég held að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki viljað taka hana nema fagleikinn væri óumdeildur og til þess þurfti álit sem staðfesti með skýrum hætti lögbrot. Það lá loks fyrir með niðurstöðu fagráðs. Höfundur er mannréttindalögfræðingur.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun