Höldum okkur við staðreyndir um hvalveiðibannið Katrín Oddsdóttir skrifar 22. júní 2023 17:32 1. Það að banna starfsemi sem nefnd sérfræðinga fullyrðir einum rómi að brjóti gegn lögum er ekki ófalegt. Það væri hins vegar ófaglegt að gera það ekki. 2. Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnu sína, hvað þá með litlum fyrirvara. Hins vegar má ekki gleyma því að ástæða þess að skýrsla MAST um hvaleiðarnar kom ekki fram fyrr en í maí, var sú að Hvalur hf. bað um ítrekaða fresti til frekari andmæla. Skýrslan var tilbúin í drögum í janúar. Þessi dráttur er fyrst og fremst ástæða þess að niðurstaða Fagráðsins um að veiðarnar séu ólögmætar kom ekki fram fyrr. Um leið og ólögmætið liggur fyrir verður hins vegar ráðherra að bregaðast við og það gerði Svandís. Athafnaleysisbrot geta varðar ráðherraábyrgð. 3. Það er mikið af störfum í boði og fólk á ekki rétt á að starfa í ólögmætri starfsemi. Dæmi um sérhæfð sjómannsstörf í boði er til dæmis hér. 4. Ekki er rétt að um 200 full störf hjá Hvali hf. tapist við að þetta bann sé sett á. Samkvæmt ársreikningum félagins eru um 40 störf á ársgrundvelli við hvalveiðar. 5. Frá því að Hvalur fékk leyfi árið 2009 til að veiða langreyðar hefur félagið veitt að meðaltali annað hvert ár. Þetta þýðir að flestir starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki með langtímaatvinnuöryggi í þessum atvinnurekstri. 6. Meðalhóf í stjórnsýslu þýðir að fara ekki harðar fram en nauðsyn krefur við beitingu opinbers valds. Hér hefur ekki verið brotið gegn meðalhófi svo ég fái séð. Eftir að hafa legið yfir alls kyns málum tengdum starfsemi Hvals hf. leyfi ég mér að deila þeirri skoðun minni hér að miklu frekar sé um alvarlega og kerfislæga linkind að ræða hvað varðar þetta félag, þegar það kemur að íslenskri stjórnsýslu. Brot á reglugerðum eru látin óátalin og endalausir frestir veittir, án þess að fyrir slíku sé sérstök nauðsyn eða lagastoð. Þá er lögbundnum viðurlögum vegna brota á reglum sjaldnast beitt. 7. Talandi um viðurlög, þá megum við ekki gleyma því að lög um velferð dýra eru mikilvæg og nýleg lög sem þjóna göfugum tilgangi. Þar segir að ef brotið er gegn ákvæðum laganna geti það varðar sektum og jafnvel fangelsun. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að starfsmenn Hvals hf. hefðu endað bak við lás en það þarf samt að draga þennan punkt fram í dagsljósið áður en við förum að tala um þessi störf, sem langflest eru sumarstörf, eins og fólk hafi átt til þeirra skýlausan rétt. 8. Ný skýrsla sem unnin er að sjávarlíffræðing að beiðni Matvælaráðherra og birtist í dag sýnir það mikilvæga púsl sem við megum ekki missa sjónar á, sem er að þessi dýr þjóna vistkerfinu og loftslaginu með afar jákvæðum hætti. Stóra myndin má ekki hverfa í reykinn sem reiðin yfir störfum fólks kann að skapa. Sem betur fer mun enginn svelta og það er gott atvinnuástand á landinu. Við erum væntanlega öll sammála um að betra hefði verið að þessi ákvörðun hefði komið fyrr, og sjálf barðist ég fyrir því sem lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en ég held að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki viljað taka hana nema fagleikinn væri óumdeildur og til þess þurfti álit sem staðfesti með skýrum hætti lögbrot. Það lá loks fyrir með niðurstöðu fagráðs. Höfundur er mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Katrín Oddsdóttir Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
1. Það að banna starfsemi sem nefnd sérfræðinga fullyrðir einum rómi að brjóti gegn lögum er ekki ófalegt. Það væri hins vegar ófaglegt að gera það ekki. 2. Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnu sína, hvað þá með litlum fyrirvara. Hins vegar má ekki gleyma því að ástæða þess að skýrsla MAST um hvaleiðarnar kom ekki fram fyrr en í maí, var sú að Hvalur hf. bað um ítrekaða fresti til frekari andmæla. Skýrslan var tilbúin í drögum í janúar. Þessi dráttur er fyrst og fremst ástæða þess að niðurstaða Fagráðsins um að veiðarnar séu ólögmætar kom ekki fram fyrr. Um leið og ólögmætið liggur fyrir verður hins vegar ráðherra að bregaðast við og það gerði Svandís. Athafnaleysisbrot geta varðar ráðherraábyrgð. 3. Það er mikið af störfum í boði og fólk á ekki rétt á að starfa í ólögmætri starfsemi. Dæmi um sérhæfð sjómannsstörf í boði er til dæmis hér. 4. Ekki er rétt að um 200 full störf hjá Hvali hf. tapist við að þetta bann sé sett á. Samkvæmt ársreikningum félagins eru um 40 störf á ársgrundvelli við hvalveiðar. 5. Frá því að Hvalur fékk leyfi árið 2009 til að veiða langreyðar hefur félagið veitt að meðaltali annað hvert ár. Þetta þýðir að flestir starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki með langtímaatvinnuöryggi í þessum atvinnurekstri. 6. Meðalhóf í stjórnsýslu þýðir að fara ekki harðar fram en nauðsyn krefur við beitingu opinbers valds. Hér hefur ekki verið brotið gegn meðalhófi svo ég fái séð. Eftir að hafa legið yfir alls kyns málum tengdum starfsemi Hvals hf. leyfi ég mér að deila þeirri skoðun minni hér að miklu frekar sé um alvarlega og kerfislæga linkind að ræða hvað varðar þetta félag, þegar það kemur að íslenskri stjórnsýslu. Brot á reglugerðum eru látin óátalin og endalausir frestir veittir, án þess að fyrir slíku sé sérstök nauðsyn eða lagastoð. Þá er lögbundnum viðurlögum vegna brota á reglum sjaldnast beitt. 7. Talandi um viðurlög, þá megum við ekki gleyma því að lög um velferð dýra eru mikilvæg og nýleg lög sem þjóna göfugum tilgangi. Þar segir að ef brotið er gegn ákvæðum laganna geti það varðar sektum og jafnvel fangelsun. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að starfsmenn Hvals hf. hefðu endað bak við lás en það þarf samt að draga þennan punkt fram í dagsljósið áður en við förum að tala um þessi störf, sem langflest eru sumarstörf, eins og fólk hafi átt til þeirra skýlausan rétt. 8. Ný skýrsla sem unnin er að sjávarlíffræðing að beiðni Matvælaráðherra og birtist í dag sýnir það mikilvæga púsl sem við megum ekki missa sjónar á, sem er að þessi dýr þjóna vistkerfinu og loftslaginu með afar jákvæðum hætti. Stóra myndin má ekki hverfa í reykinn sem reiðin yfir störfum fólks kann að skapa. Sem betur fer mun enginn svelta og það er gott atvinnuástand á landinu. Við erum væntanlega öll sammála um að betra hefði verið að þessi ákvörðun hefði komið fyrr, og sjálf barðist ég fyrir því sem lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en ég held að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki viljað taka hana nema fagleikinn væri óumdeildur og til þess þurfti álit sem staðfesti með skýrum hætti lögbrot. Það lá loks fyrir með niðurstöðu fagráðs. Höfundur er mannréttindalögfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar