Kynbundið misrétti á jafnréttisparadísinni Íslandi Sandra B. Franks skrifar 19. júní 2023 08:01 Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Í þessarar fagstétt eru 97% konur og meðalaldur stéttarinnar er um 50 ár. Þetta eru sjúkraliðar! Hvar er kynbundið óréttlæti að finna? Í dag er kvenréttindadagurinn sem er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi þar sem því er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Margt hefur áunnist í gegnum árin sem bætt hefur stöðu kvenna hins vegar eigum við enn langt í land með að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Hér á jafnréttisparadísinni Íslandi er við lýði kynbundinn launamunur, kynskiptur vinnumarkaður, kynbundið ofbeldi, kynbundinn framgangsmáti á vinnustöðum, kynbundin skipting á hinni svokölluðu þriðju vakt og kynbundið ójafnræði þegar kemur að eignum og ráðstöfun fjármagns. Lítum aðeins nánar á þennan „kynskipta vinnumarkað“ sem er í reynd meginorsök kynbundins launamunar. Staðreyndin er sú að störf sem almennt eru unnin af konum eru minna metin í launum en hefðbundin karlastörf. Konur búa því enn við launamisrétti sextíu árum eftir að launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi. Aðgerðir skipta máli Þessu er hægt að breyta. Það sjáum við til dæmis þegar launamunur karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélögum er skoðaður. Þar er launamunurinn er töluvert minni en hjá þeim sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Þetta ræðst af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á kyndbundnum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Rannsóknir sýna að ein skilvirkasta leiðin til að stuðla að jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf felst í að meta störf að jöfnu, hvort heldur sem konur eða karlar sinna þeim. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Með aðgerðarleysi stjórnvalda styðja þau núverandi stöðu og snuða heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um fjármuni sem hlaupa á milljörðum, bara fyrir það eitt að vera konur. Gerum kvennakjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur er hún einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kvenréttindadagurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Í þessarar fagstétt eru 97% konur og meðalaldur stéttarinnar er um 50 ár. Þetta eru sjúkraliðar! Hvar er kynbundið óréttlæti að finna? Í dag er kvenréttindadagurinn sem er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi þar sem því er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Margt hefur áunnist í gegnum árin sem bætt hefur stöðu kvenna hins vegar eigum við enn langt í land með að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Hér á jafnréttisparadísinni Íslandi er við lýði kynbundinn launamunur, kynskiptur vinnumarkaður, kynbundið ofbeldi, kynbundinn framgangsmáti á vinnustöðum, kynbundin skipting á hinni svokölluðu þriðju vakt og kynbundið ójafnræði þegar kemur að eignum og ráðstöfun fjármagns. Lítum aðeins nánar á þennan „kynskipta vinnumarkað“ sem er í reynd meginorsök kynbundins launamunar. Staðreyndin er sú að störf sem almennt eru unnin af konum eru minna metin í launum en hefðbundin karlastörf. Konur búa því enn við launamisrétti sextíu árum eftir að launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi. Aðgerðir skipta máli Þessu er hægt að breyta. Það sjáum við til dæmis þegar launamunur karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélögum er skoðaður. Þar er launamunurinn er töluvert minni en hjá þeim sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Þetta ræðst af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á kyndbundnum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Rannsóknir sýna að ein skilvirkasta leiðin til að stuðla að jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf felst í að meta störf að jöfnu, hvort heldur sem konur eða karlar sinna þeim. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Með aðgerðarleysi stjórnvalda styðja þau núverandi stöðu og snuða heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um fjármuni sem hlaupa á milljörðum, bara fyrir það eitt að vera konur. Gerum kvennakjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur er hún einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun