Svæðið verður opið til 18:15 en leikurinn hefst kl. 18:45. Meðal þess sem verður í boði eru hoppukastalar, andlitsmálun og auðvitað candy floss. Það viðrar ágætlega í Reykjavík í dag og má búast við góðri stemmingu í dalnum.
Eins og sjá má á þessu myndskeiði frá KSÍ er allt til reiðu á svæðinu.
Tveir tímar í að Fan Zone opni!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 17, 2023
Hoppukastalar
Matarvagnar
Andlitsmálun
Knattþrautir#afturáEM pic.twitter.com/VpV80EQbyF
Hér að neðan má svo sjá skipulag svæðisins og heildarlista yfir það sem verður í boði. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir þessu landsliðsverkefni, og mun Tólfan að sjálfsögðu ekki láta sig vanta.
Hef sem sagt ekki mætt á landsleik síðan í Covid (þar sem þessi mynd var tekin) þannig ég er ekkert eðlilega peppaður fyrir þessum degi. Ég vissi ekki einu sinni að það væri 17. júní .. það er bara landsleikur í dag í hausnum mínum. https://t.co/9letlY2q2c
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) June 17, 2023
Þeir sem hafa ekki tryggt sér miða á leikinn þurfa ekki að örvænta, enn er eitthvað til af miðum.