Viðskipti innlent

Kaupa hlut Hannesar í Lind fast­eigna­sölu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hannes átti 40 prósenta eignarhlut í fasteignasölunni.
Hannes átti 40 prósenta eignarhlut í fasteignasölunni. Vísir

Stærstu hlut­hafar fast­eigna­sölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðar­son og Þórarinn Arnar Sæ­vars­son undir for­merkjum fjár­festingar­fé­lagsins IREF, hafa keypt hlut Hannesar Stein­dórs­sonar í fast­eigna­sölunni Lind.

Við­skipta­blaðið greinir frá kaupunum en Hannes stofnaði fast­eigna­söluna á grunni Remax Lindar árið 2015. Hann átti rúm­lega 40 prósenta hlut í fast­eigna­sölunni en ekki hafa fengist upp­lýsingar um kaup­verðið.

Vísir hefur ekki náð í Hannes vegna málsins. Við­skipta­blaðið hefur eftir Gunnari að við­skiptin sýni trú þeirra fé­laga á ís­lenskum fast­eigna­markaði.

Þar kemur enn­fremur fram að Lind hafi hagnast um 42 milljónir króna sam­kvæmt nýjasta árs­reikningi hennar á árinu 2021. Árið áður nam hagnaðurinn 28 milljónum króna.

Rekstrar­tekjur fé­lagsins námu 864 milljónum króna 2021 og jukust um 190 milljónir frá fyrra ári. Eignir fast­eigna­sölunnar námu 143 milljónum króna í lok ársins 2021 og eigið féið nam 81 milljón króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×