Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 13:55 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur Íslandsbanka, er höfundur nýjustu spár Íslandsbanka. Þar er spáð hjöðnun verðbólgu í júnímánuði og áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði. vísir/vilhelm Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. Gangi spá bankans eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent. Verðbólgan hefur ekki mælst undir níu prósentum síðan í júní í fyrra. Í þeim mánuði hækkaði vísitala neysluverðs talsvert, um 1,4 prósent. Þar sem sá mánuður dettur út úr tólf mánaða mælingu á næstunni þá mun hjöðnun ársverðbólgunnar vera talsverð. Þá spáir bankinn því einnig að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7 prósent í júní frá fyrri mánuði. Það sem skýri mánaðarhækkunina sé að mestu hækkun á húsnæðisliðnum auk þess sem matvörur og flugfargjöld hækka í verði. Íslandsbanki spáir því að toppi verðbólgunnar hafi verið náð í febrúar og hún mun hjaðna hratt á næstu mánuðum. Það sé þó enn óralangt í verðbólgumarkmið Seðlabankans.Íslandsbanki. Í spánni er því jafnframt spáð að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna. Næstu mánuði hjaðni hún frekar hratt en svo hægar þegar líða tekur árið. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn þann 28. júní næstkomandi. Íbúðaverð hækkar hægar Síðustu mánuði hafi íbúðamarkaður haft mikil áhrif á hækkun vísitölunnar. Íbúðaverð hafi farið aftur á flug auk þess sem vaxtaþátturinn hélt áfram að vega til hækkunar. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,5 prósent. Mánuðina þar á undan hafði verð lækkað lítillega. Mæling Hagstofunnar byggir á þriggja mánaða meðaltali og virðist hafa verið mikil hreyfing á íbúðamarkaði í marsmánuði, fjöldi kaupsamninga og velta á markaðinum bendi einnig til þess. Samkvæmt mælingu bankans á íbúðaverði mun íbúðaverð hækka talsvert hægar í júnímánuði en síðustu mánuði. Bankinn spáir því að reiknaða húsaleigan hækki um eitt prósent á milli mánaða þar sem markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækki um 0,3 prósent og vaxtaþáttur vegi til 0,7 prósent hækkunar á liðnum. Flugfargjöld vegi þyngst á eftir húsnæði Það sem vegur þyngst til hækkunar í júní er, að húsnæðisliðnum undanskildum, liðurinn ferðir og flutningar. Það sem skýri það að mestu leyti sé hækkun á flugfargjöldum um 7,3 prósent en um árstíðarbundna hækkun er að ræða. Í mælingu bankans stendur eldsneytis- og bílaverð í stað á milli mánaða. Matar- og drykkjarvörur hækka hægar í mánuðinum en undanfarna mánuði samkvæmt spánni, bankinn spáir 0,65 prósent hækkun á milli mánaða. Það yrði minnsta hækkun á liðnum frá því í september á síðasta ári. Matvöruverð hefur hækkað verulega undanfarið, um 7 prósentum frá áramótum. Í spánni segir að þetta gæti verið merki um að von sé á hægari hækkun á matvörum framundan. Sú þróun sjáist víða erlendis og muni að öðru óbreyttu skila sér hingað til lands. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða í júní eru hótel og veitingastaðir sem hækka um 1,3 prósent, föt og skór sem hækka um eitt prósent og loks húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkar um 0,6 prósent. Útlitið bjart en óralangt í verðbólgumarkmið Bankinn segir að ársverðbólga hafi loksins hjaðnað í maí þegar hún mældist 9,5 prósent. Bankinn spáir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar næsta kastið, 0,3 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í júlí, 0,3 prósent í ágúst og 0,4 prósent í september. Gangi spá bankans eftir muni ársverðbólga mælast 8,1 prósent í september. Það sé hins vegar enn langur vegur til verðbólgumarkmiða Seðlabankans sem spá Íslandsbanka segir að sé í órafjarlægð. Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Gangi spá bankans eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent. Verðbólgan hefur ekki mælst undir níu prósentum síðan í júní í fyrra. Í þeim mánuði hækkaði vísitala neysluverðs talsvert, um 1,4 prósent. Þar sem sá mánuður dettur út úr tólf mánaða mælingu á næstunni þá mun hjöðnun ársverðbólgunnar vera talsverð. Þá spáir bankinn því einnig að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7 prósent í júní frá fyrri mánuði. Það sem skýri mánaðarhækkunina sé að mestu hækkun á húsnæðisliðnum auk þess sem matvörur og flugfargjöld hækka í verði. Íslandsbanki spáir því að toppi verðbólgunnar hafi verið náð í febrúar og hún mun hjaðna hratt á næstu mánuðum. Það sé þó enn óralangt í verðbólgumarkmið Seðlabankans.Íslandsbanki. Í spánni er því jafnframt spáð að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna. Næstu mánuði hjaðni hún frekar hratt en svo hægar þegar líða tekur árið. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn þann 28. júní næstkomandi. Íbúðaverð hækkar hægar Síðustu mánuði hafi íbúðamarkaður haft mikil áhrif á hækkun vísitölunnar. Íbúðaverð hafi farið aftur á flug auk þess sem vaxtaþátturinn hélt áfram að vega til hækkunar. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,5 prósent. Mánuðina þar á undan hafði verð lækkað lítillega. Mæling Hagstofunnar byggir á þriggja mánaða meðaltali og virðist hafa verið mikil hreyfing á íbúðamarkaði í marsmánuði, fjöldi kaupsamninga og velta á markaðinum bendi einnig til þess. Samkvæmt mælingu bankans á íbúðaverði mun íbúðaverð hækka talsvert hægar í júnímánuði en síðustu mánuði. Bankinn spáir því að reiknaða húsaleigan hækki um eitt prósent á milli mánaða þar sem markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækki um 0,3 prósent og vaxtaþáttur vegi til 0,7 prósent hækkunar á liðnum. Flugfargjöld vegi þyngst á eftir húsnæði Það sem vegur þyngst til hækkunar í júní er, að húsnæðisliðnum undanskildum, liðurinn ferðir og flutningar. Það sem skýri það að mestu leyti sé hækkun á flugfargjöldum um 7,3 prósent en um árstíðarbundna hækkun er að ræða. Í mælingu bankans stendur eldsneytis- og bílaverð í stað á milli mánaða. Matar- og drykkjarvörur hækka hægar í mánuðinum en undanfarna mánuði samkvæmt spánni, bankinn spáir 0,65 prósent hækkun á milli mánaða. Það yrði minnsta hækkun á liðnum frá því í september á síðasta ári. Matvöruverð hefur hækkað verulega undanfarið, um 7 prósentum frá áramótum. Í spánni segir að þetta gæti verið merki um að von sé á hægari hækkun á matvörum framundan. Sú þróun sjáist víða erlendis og muni að öðru óbreyttu skila sér hingað til lands. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða í júní eru hótel og veitingastaðir sem hækka um 1,3 prósent, föt og skór sem hækka um eitt prósent og loks húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkar um 0,6 prósent. Útlitið bjart en óralangt í verðbólgumarkmið Bankinn segir að ársverðbólga hafi loksins hjaðnað í maí þegar hún mældist 9,5 prósent. Bankinn spáir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar næsta kastið, 0,3 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í júlí, 0,3 prósent í ágúst og 0,4 prósent í september. Gangi spá bankans eftir muni ársverðbólga mælast 8,1 prósent í september. Það sé hins vegar enn langur vegur til verðbólgumarkmiða Seðlabankans sem spá Íslandsbanka segir að sé í órafjarlægð.
Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42