Viðskipti innlent

Kristján ráðinn for­stöðu­maður upp­lýsinga­tækni hjá HR

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kristján mun hefja störf þann 1. ágúst.
Kristján mun hefja störf þann 1. ágúst. Vilhelm/HR

Kristján H. Hákonarson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur til starfa þann 1. ágúst næstkomandi.

Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík kemur fram að upplýsingatæknideildin sinni hugbúnaðarþróun og notendaþjónustu gagnvart nemendum og starfsfólki á sviði upplýsingatækni. Telji sá hópur um 5.200 manns og umfangið því talsvert. 

Kristján hefur áður starfað sem forstöðumaður hjá Advania og við gæða- og öryggismál hjá Eflu, Arion banka og Taugagreiningu. Hann lærði Kerfisfræði við háskólann í Skövde og lauk í vor MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík. 


Tengdar fréttir

Sig­ríður Margrét nýr fram­kvæmda­stjóri SA

Sigríður Margrét Oddsdóttir ráðin hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem tekur við störfum sem forstjóri fasteignafélagsins Regins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×