Viðskipti innlent

„Reksturinn er orðinn erfiðari“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Meira kaffi verður ekki bruggað hjá Kaffitári á Bankastræti.
Meira kaffi verður ekki bruggað hjá Kaffitári á Bankastræti.

Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu að Bankastræti, að sögn rekstrarstjóra vegna hækkunar á leigu og erfiðari reksturs. 

„Nýir eigendur hússins hafa önnur plön. Leigusamningur rann út og það tókst ekki að semja aftur,“ segir Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári.

Auk þess sé komin önnur kaffihúsamenning í miðbæinn.

„Það eru komin mjög mörg kaffihús, mikið úrval af kaffi og mat. Þannig það hefur verið minna að gera,“ segir María Rut. Fleira kemur þó til:

„Covid gerði okkur auðvitað ekki gott og húsnæðið er ekki í góðu ástandi, margt sem þarf að gera fyrir það. En reksturinn er orðinn erfiðari, við finnum fyrir því eins og aðrir í veitingabransanum.“

Kaffitár er þó hvergi af baki dottið.

„Við erum ekki hætt. Við erum að skoða staðsetningar og erum með nokkrar í sigtinu,“ segir María Rut að lokum.


Tengdar fréttir

Upp­sagnir og lokanir hjá Kaffi­tári

Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu í Bankastræti tímabundið og endanlega hætt rekstri í Þjóðminjasafninu. Þetta staðfestir Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári, í samtali við Vísi.

Kaffitár tapaði 115 milljónum

Kaffitár tapaði 115 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýlegum ársreikningi kaffihúsakeðjunnar, en til samanburðar varð 40 milljóna króna tap á rekstri keðjunnar árið 2017.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×