Viðskipti innlent

Kaffitár tapaði 115 milljónum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Tap varð á rekstri Kaffitárs í fyrra.
Tap varð á rekstri Kaffitárs í fyrra. Fréttablaðið/Anton Brink
Kaffitár tapaði 115 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýlegum ársreikningi kaffihúsakeðjunnar, en til samanburðar varð 40 milljóna króna tap á rekstri keðjunnar árið 2017.

Kaffihúsakeðjan, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk tveggja handverksbakaría undir nafni Kruðerís, skilaði rekstrartekjum upp á alls 1.073 milljónir króna á síðasta ári og drógust tekjurnar saman um 8,3 prósent frá fyrra ári þegar þær voru um 1.170 milljónir króna.

Rekstrartap Kaffitárs nam tæplega 18 milljónum króna í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningnum, borið saman við rekstrarhagnað upp á 25 milljónir króna árið 2017.

Eignir keðjunnar voru 1.338 milljónir króna í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé hennar um 483 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið því 36 prósent.

Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er í lok mars síðastliðins kaup Nýju kaffibrennslunnar, systurfyrirtækis heildsölu Ó. Johnson & Kaaber, á Kaffitári en seljandi var Aðalheiður Héðinsdóttir sem stofnaði kaffihúsakeðjuna árið 1990.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×