Körfubolti

Okeke flytur í Ólafssal

Sindri Sverrisson skrifar
David Okeke kom til Keflavíkur fyrir tímabilið 2021-22 en meiddist alvarlega í hásin þann vetur.
David Okeke kom til Keflavíkur fyrir tímabilið 2021-22 en meiddist alvarlega í hásin þann vetur. VÍSIR/VILHELM

Körfuknattleiksmaðurinn David Okeke er genginn í raðir Hauka frá Keflavík og mun því spila í Hafnarfirðinum í Subway-deildinni á næstu leiktíð.

Okeke er ítalskur, af nígerískum uppruna, og kom fyrst til Íslands sumarið 2021 þegar hann gekk í raðir Keflavíkur. Hann hafði þá síðast leikið með Rustavi í Georgíu og áður á Ítalíu, og gaf kost á sér í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 2019 en var ekki valinn.

Okeke hafði stimplað sig inn af krafti í íslensku deildina í fyrstu níu leikjum sínum með Keflavík, og skorað tæplega 20 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 11 fráköst, en meiddist svo alvarlega í hásin. Hann hélt þó kyrru fyrir hjá Keflavík og var á síðustu leiktíð að meðaltali með 11 stig og 6,7 fráköst, í 26 leikjum.

Okeke, sem er 24 ára og tæpir 205 sentímetrar, var í silfurliði U19-landsliðs Ítalíu á HM árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×