Handbolti

Viktor Gísli franskur bikar­meistari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli í leik kvöldsins.
Viktor Gísli í leik kvöldsins. HBC Nantes

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes urðu í kvöld franskir bikarmeistarar í handbolta eftir sex marka sigur á Montpellier, lokatölur 39-33.

Viktor Gísli gekk í raðir Nantes fyrir leiktíðina eftir að verða Danmerkurmeistari með GOG. Hann byrjar veru sína í Frakklandi vel en liðið endaði í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins fjórum stigum minna en meistaralið París Saint-Germian. Viktor Gísli varð svo bikarmeistari eftir öruggan sex marka sigur á liðinu sem endaði í öðru sæti deildarinnar.

Viktor Gísli varði níu skot í leiknum. Spán­verj­inn Val­ero Ri­vera var magnaður í liði Nan­tes en hann skoraði 11 mörk. Þar á eftir kom Théo Mon­ar með 7 mörk.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×