„Geðveikir“ starfsmenn Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 8. júní 2023 10:59 Geðheilbrigðismálin eiga alltaf að vera í brennidepli því þau varða okkur öll og eru undirstaða velsældar þjóðar. Geðheilbrigðismál eru ekki klippt og skorin og orsakaþættir margvíslegir. Bataleiðir eru því mismunandi. Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu Þörf fyrir samfélags breytingar – nýjar leiðir til að hugsa um geðheilbrigðismál undirstrikaði mikilvægi þess að stokka verður upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Allir fyrirlestrarnir sem haldnir voru eru nú aðgengilegir á Facebook og Youtube. Það vill enginn lenda í því að eiga við geðræn veikindi að stríða og finna sig hvorki í námi né vinnu. En því miður er það veruleiki alltof margra. Hagsmunasamtök, fagfólk og ráðamenn þurfa að vinna saman þrátt fyrir ólíkar áherslur og skoðanir. Sama hvaða heilbrigðisstétt við tilheyrum eða samtökum þá viljum við öll virkja fólk til samfélagsþátttöku, finna þeim tilverurétt, lífsgæði og hlutverk. Landsamtökin Geðhjálp beina kröftum sínum af því að fyrirbyggja geðheilsubrest og bæta hag þeirra sem orðið hafa undir sökum hans. Þau veita aðhald og leggja valdhöfum lið, leggja sitt af mörkum í geðrækt og úr smiðju þeirra koma góðar hugmyndir að lausnum til að bæta geðheilbrigðiskerfið. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda, svokallaðir jafningjastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og þykir nú ómissandi hluti af mannauði félags- og geðheilbrigðisþjónustunnar. Jafningjastarfsmenn búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Þrátt fyrir yfirburðarþekkingu fræðimanna á ytri þáttum og aðgengi þeirra að fullkomnum tækjum og tólum þá þekkir engin betur umhverfið en sá sem hefur alist upp á staðnum. Jafningjatengsl verða önnur en fagleg tengsl. Jafningjar eru ekki viðgerðarmenn, þeir hvorki greina né meta eða gera meðferðaráætlanir. Að nýta lífsreynslu í starfi þannig að það geti nýst öðrum er kúnst og ekki öllum gefið. Þróuð hafa verið námskeið og frekari menntun af fólki með reynslu af geðrænum áskorunum. Dregið er fram með skipulegum hætti hvað það er sem skiptir einstaklinga máli, t.d. í tengslamyndun, áherslum og hvernig fólki er mætt í lífskrísum. Eins hvað greinir jafningjastarfsmenn frá öðrum hefðbundnum starfsmönnum. Í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningjastarfsmenn. Félagasamtökin Traustur kjarni hefur haldið utan um þessi námskeið á Íslandi sem Intentional Peer Support samtökin halda. Styrktarsjóður geðheilbrigðis sem Geðhjálp setti á laggirnar styrkti þessi fyrstu námskeið með myndarlegum hætti. Nú þegar hefur31 einstaklingur útskrifast. Af útskrift lokinni hittast nemendurnir reglulega m.a. til að viðhalda jafningjahugmyndafræðinni og koma í veg fyrir sjúkdómsvæðingu tilfinninga. Handleiðsla er veitt í gegnum netið af reynslumiklu fólki sem búsett er víða um heim. Stjórnendur geðsviðs Landspítala og Geðheilsuteymi heilsugæslunnar hafa ráðið til sín jafningjastarfsmenn og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar verður þar engin eftirbátur. Félagsmálaráðuneytið er nú í átaki að efla hag fatlaðra og þeirra sem eiga við geðrænar áskoranir að stríða til menntunar og atvinnuþátttöku. Að auka veg og vanda jafningjastarfsmanna passar eins og flís við rass í viðleitni ráðuneytisins til að virkja sem flesta og eyða hindrunum í mennta- og atvinnuþátttöku. Nordplus styrkir nú fulltrúa frá Norðurlöndunum og Balkanlöndunum til að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna. Síðasti fundur þessara fulltrúa var haldin í Pärnu, Eistlandi fyrir stuttu. Greint var frá stöðu jafningjastarfsmanna í hverju landi, hvernig menntun þeirra er háttað, hvaða rannsóknir fyrirfinnast og atvinnutækifæri. Markmiðið er síðan að aðstoða þau lönd sem styttra eru komin til að efla þau enn frekar og hvetja til dáða. Þjóðirnar geta aðstoðað hvor aðra með námskrár, rannsóknir, skipst á fyrirlesurum og útfærslum. Svíar hafa t.d. rannsakað mest gildi jafningastarfsmanna og geta deilt þeirri þekkingu, Norðmenn eru komnir lengst varðandi námsframboð og bjóða nú upp á eins árs diplómanám á háskólastigi. Með tilkomu þessa náms hefur þurft að koma á móts við hóp fólks með brotna náms- og vinnusögu. Þeir hafa því breytt námsfyrirkomulagi sem aðrar menntastofnanir ættu að taka sér til eftirbreytni. Fólk sem hefur fallið úr skóla og/eða af vinnumarkaði eygir nú von að þeirra lífreynsla hafi gildi og geti nýst öðrum til góðs. Geðheilsuvandi sé ekki lengur gat í ferliskránni sem valdi skömm. Líta skal á hann sem verðmæti sem hægt er að nýta í námi og starfi. Mikilvægu starfi sem fylgir virðing, er metið til launa og það sé eftirsóknarvert að vera góður „geðveikur” jafningjastarfsmaður. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismálin eiga alltaf að vera í brennidepli því þau varða okkur öll og eru undirstaða velsældar þjóðar. Geðheilbrigðismál eru ekki klippt og skorin og orsakaþættir margvíslegir. Bataleiðir eru því mismunandi. Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu Þörf fyrir samfélags breytingar – nýjar leiðir til að hugsa um geðheilbrigðismál undirstrikaði mikilvægi þess að stokka verður upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Allir fyrirlestrarnir sem haldnir voru eru nú aðgengilegir á Facebook og Youtube. Það vill enginn lenda í því að eiga við geðræn veikindi að stríða og finna sig hvorki í námi né vinnu. En því miður er það veruleiki alltof margra. Hagsmunasamtök, fagfólk og ráðamenn þurfa að vinna saman þrátt fyrir ólíkar áherslur og skoðanir. Sama hvaða heilbrigðisstétt við tilheyrum eða samtökum þá viljum við öll virkja fólk til samfélagsþátttöku, finna þeim tilverurétt, lífsgæði og hlutverk. Landsamtökin Geðhjálp beina kröftum sínum af því að fyrirbyggja geðheilsubrest og bæta hag þeirra sem orðið hafa undir sökum hans. Þau veita aðhald og leggja valdhöfum lið, leggja sitt af mörkum í geðrækt og úr smiðju þeirra koma góðar hugmyndir að lausnum til að bæta geðheilbrigðiskerfið. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda, svokallaðir jafningjastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og þykir nú ómissandi hluti af mannauði félags- og geðheilbrigðisþjónustunnar. Jafningjastarfsmenn búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Þrátt fyrir yfirburðarþekkingu fræðimanna á ytri þáttum og aðgengi þeirra að fullkomnum tækjum og tólum þá þekkir engin betur umhverfið en sá sem hefur alist upp á staðnum. Jafningjatengsl verða önnur en fagleg tengsl. Jafningjar eru ekki viðgerðarmenn, þeir hvorki greina né meta eða gera meðferðaráætlanir. Að nýta lífsreynslu í starfi þannig að það geti nýst öðrum er kúnst og ekki öllum gefið. Þróuð hafa verið námskeið og frekari menntun af fólki með reynslu af geðrænum áskorunum. Dregið er fram með skipulegum hætti hvað það er sem skiptir einstaklinga máli, t.d. í tengslamyndun, áherslum og hvernig fólki er mætt í lífskrísum. Eins hvað greinir jafningjastarfsmenn frá öðrum hefðbundnum starfsmönnum. Í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningjastarfsmenn. Félagasamtökin Traustur kjarni hefur haldið utan um þessi námskeið á Íslandi sem Intentional Peer Support samtökin halda. Styrktarsjóður geðheilbrigðis sem Geðhjálp setti á laggirnar styrkti þessi fyrstu námskeið með myndarlegum hætti. Nú þegar hefur31 einstaklingur útskrifast. Af útskrift lokinni hittast nemendurnir reglulega m.a. til að viðhalda jafningjahugmyndafræðinni og koma í veg fyrir sjúkdómsvæðingu tilfinninga. Handleiðsla er veitt í gegnum netið af reynslumiklu fólki sem búsett er víða um heim. Stjórnendur geðsviðs Landspítala og Geðheilsuteymi heilsugæslunnar hafa ráðið til sín jafningjastarfsmenn og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar verður þar engin eftirbátur. Félagsmálaráðuneytið er nú í átaki að efla hag fatlaðra og þeirra sem eiga við geðrænar áskoranir að stríða til menntunar og atvinnuþátttöku. Að auka veg og vanda jafningjastarfsmanna passar eins og flís við rass í viðleitni ráðuneytisins til að virkja sem flesta og eyða hindrunum í mennta- og atvinnuþátttöku. Nordplus styrkir nú fulltrúa frá Norðurlöndunum og Balkanlöndunum til að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna. Síðasti fundur þessara fulltrúa var haldin í Pärnu, Eistlandi fyrir stuttu. Greint var frá stöðu jafningjastarfsmanna í hverju landi, hvernig menntun þeirra er háttað, hvaða rannsóknir fyrirfinnast og atvinnutækifæri. Markmiðið er síðan að aðstoða þau lönd sem styttra eru komin til að efla þau enn frekar og hvetja til dáða. Þjóðirnar geta aðstoðað hvor aðra með námskrár, rannsóknir, skipst á fyrirlesurum og útfærslum. Svíar hafa t.d. rannsakað mest gildi jafningastarfsmanna og geta deilt þeirri þekkingu, Norðmenn eru komnir lengst varðandi námsframboð og bjóða nú upp á eins árs diplómanám á háskólastigi. Með tilkomu þessa náms hefur þurft að koma á móts við hóp fólks með brotna náms- og vinnusögu. Þeir hafa því breytt námsfyrirkomulagi sem aðrar menntastofnanir ættu að taka sér til eftirbreytni. Fólk sem hefur fallið úr skóla og/eða af vinnumarkaði eygir nú von að þeirra lífreynsla hafi gildi og geti nýst öðrum til góðs. Geðheilsuvandi sé ekki lengur gat í ferliskránni sem valdi skömm. Líta skal á hann sem verðmæti sem hægt er að nýta í námi og starfi. Mikilvægu starfi sem fylgir virðing, er metið til launa og það sé eftirsóknarvert að vera góður „geðveikur” jafningjastarfsmaður. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun