Viðskipti innlent

Munu fljúga dag­lega til Amsterdam næsta vetur

Atli Ísleifsson skrifar
Forstjóri Play segir það mikið afrek að fá lendingarleyfi á Schiphol enda bíði flugfélög í röðum eftir slíku.
Forstjóri Play segir það mikið afrek að fá lendingarleyfi á Schiphol enda bíði flugfélög í röðum eftir slíku. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hyggst fljúga daglega til Schiphol-flugvallar í Amsterdam næsta vetur. Félagið fór í sitt fyrsta áætlunarflug til hollensku höfuðborgarinnar í gær.

Í tilkynningu frá Play kemur fram að félagið verði með áætlunarferðir fimm sinnum í viku til Amsterdam í sumar en að í lok októbermánaðar taki við áætlun með daglegum ferðum. Segir að það muni falla vel að tengiflugi félagsins til áfangastaða í Norður-Ameríku.

„Schiphol-flugvöllur er ein helsta samgöngumiðstöð Evrópu og því munu þessar daglegu ferðir næsta vetur frá Amsterdam styrkja leiðakerfi Play gríðarlega mikið. Það fer ekki aðeins fjöldi farþega í gegnum Schiphol flugvöll því umsvifin með vöruflutninga eru þar mikil sem mun auka möguleika Play á að afla hliðartekna með vöruflugi til muna,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra að flugfélög bíði í röðum eftir því að komast að á Schiphol-flugvelli og því sé það einstakt afrek fyrir Play að fá þar lendingarleyfi og geta sett dagleg flug í sölu næsta vetur. „Flugvöllurinn er sá fjórði stærsti í Evrópu og því mikilvæg viðbót í okkar leiðakerfi,“ segir Birgir.

Alls verða háttí fjörutíu áfangastaðir í leiðakerfi Play í ár, þar af fimm áfangastaðir í Norður-Ameríku.


Tengdar fréttir

Stækkun flotans lyftir Play upp úr botn­sæti listans yfir fram­legð í flugi

Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að framvegis muni flugfélagið ekki verma botnsætið á listanum yfir rekstrarframlegð á fyrsta ársfjórðungi. Eftir að hafa stækkað flotann upp í tíu vélar sé stærðarhagkvæmnin farin að skila sér í eðlilegra jafnvægi milli kostnaðar og tekna.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.