Búsetufrelsi – Hver erum við? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 5. júní 2023 18:01 Hvaða fólk er þetta, sem krefst búsetufrelsis? Búsetufrelsi hvað!? Með búsetufrelsi viljum við fá að ráða því hvernig við búum. Hvernig við nýtum fasteignirnar okkar eins og frístundahúsið. Ráða því hvort við búum þar eina og eina helgi. Eða hvort við búum þar 7 mánuði á ári og restina af árinu á Spáni. Eða hvort við búum þar allan ársins hring. Við viljum geta ráðið því hvernig við búum á okkar eignarlandi. Hvort við búum þar í frístundahúsi, íbúðarhúsi, torfhúsi, hjólhýsi eða yurt tjaldi. Um það snýst okkar búsetufrelsi. Fyrir rúmu ári síðan var stofnað félag, Búsetufrelsi. Samtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes – og Grafningshrepps. Nú hefur innviðaráðherra sett saman starfshóp sem virðist stofnaður til höfuðs fólki sem býr á þennan hátt. Svo virðist sem mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá sumum sveitarfélögum við búsetufrelsið sem óskað er eftir. Það sem er einkennilegt við þennan gjörning innviðaráðherra, er að þeir sem starfshópurinn á að fjalla um, eiga ekki aðild. Það er ekki lýðræðislegt. Í nútíma stjórnsýslu er reynt gæta vel að þessu. Ekki fjalla um fólk án þess að það fái að koma að vinnunni. ,,Ekkert um okkur, án okkar.“ Þessi hópur sem kýs sem býr í frístundahúsinu sínu, er þó ekkert til að óttast. Hvernig fólk eru þessir bústaðabúar? Allskyns fólk. Rétt eins og í þéttbýlinu býr þversnið af íbúum þessa lands í frístundahúsum. Efnamikið fólk og efnalítið fólk. Íslendingar og útlendingar. Börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir. Sóðar og snyrtimenni. Kjánar og vitringar. Hvers vegna kýs fólk að flytja í sveitina og leggja það á sig að búa í frístundahúsi og fórna þægindunum eins og þeim að geta fengið pakka senda upp að dyrum og sorphirðu? Það er náttúran, friðsældin, fríska loftið og áherslan á önnur gildi sem ýtir fólki af stað í ævintýrið. Stærstu hóparnir eru þessir: Fólk sem kýs hæglætislífsstíl. Þau hafna því að eyða lífinu eins og hamstur á hjóli til að eiga í sig og á. Hafna því að stærstur hluti teknanna fari í húsnæðislán og að lífið gangi út á að vinna sem mest til að geta eignast þak yfir höfuðið. Fólk sem setur heilsuna og lífsgæði í fyrsta sæti. Í dag átta sig flestir á því hversu heilsuspillandi það er að lifa í sífelldri streitu vegna fjárhagsáhyggja. Fólk sem flýr mengun og hávaða höfuðborgarinnar vegna heilsubrests. Í sveitinni er loftið betra, engin mengun frá svifryki eða flugeldum og lítil ljósmengun svo eitthvað sé nefnt. Fuglasöngur í stað hávaða frá umferð bíla, flugvéla eða vegna byggingaframkvæmda. Fjarvinnufólkið. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu ár. Einkum í kjölfar Covid. Mörg fyrirtæki bjóða nú starfsfólki sínu að sinna sínum verkefnum í fjarvinnu. Það er líka umhverfisvænna þar sem það minnkar mengandi ferðalög frá heimili á vinnustað og minnkar álag á vegina og færri bílar á ferð skapa færri umferðateppur. Margir í þessum hópi sækja í sveitirnar. Einkum ef um náttúruunnendur og útivistarfólk er að ræða. Eldri borgarar sem vilja minnka við sig og eiga heimili í sínum kæra bústað. Þessi hópur hefur gjarnan sjálfur byggt bústaðinn og dyttað að í áraraðir. Þegar árin færast yfir vilja þau eiga sitt aðalheimili þar sem því líður best. Í Danmörku er eldri borgurum leift að skrá sig með sitt lögheimili í frístundahúsið sitt. Efnalítið fólk sem ekki ræður við afborgun af himinháum húsnæðislánum eða svimandi háu leiguverði. Stundum er þetta fólk sem hefur lent á örorku vegna sjúkdóma eða slysa og yfirvöld bregðast þeim. Þeim býðst ekki húsnæði í borginni og neyðast til að leita annað. Í bústaðnum búa þau sér síðan sína paradís og heilsan batnar oft í kjölfarið. Fólk sem starfar mikið erlendis og kemur heim í eitt tvö ár og fer svo aftur í önnur verkefni erlendis. Fólk af landsbyggðinni sem þarf að dvelja tímabundið nærri höfuðborginni vegna langvinnra veikinda og/eða meðferða. Eins og sjá má er hópurinn fjölbreyttur. Í sveitirnar kemur nýtt blóð með fjölbreyttan bakgrunn. Sveitirnar taka því vonandi fagnandi. Enda hefur fólksfækkun í sveitum landsins gert að verkum að þjónusta við íbúana hefur versnað síðustu ár vegna fámennis. Það er umhugsunarvert að á meðan sum sveitarfélög berjast um á hæl og hnakka gegn þessum breytingum, þá eru önnur sveitarfélög sem taka þessum íbúum fagnandi. Þar er óskað eftir að þessi hópur fái eðlilega skráningu lögheimilis í sínu húsi, eins og aðrir íbúar. Höfundur er formaður Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hvaða fólk er þetta, sem krefst búsetufrelsis? Búsetufrelsi hvað!? Með búsetufrelsi viljum við fá að ráða því hvernig við búum. Hvernig við nýtum fasteignirnar okkar eins og frístundahúsið. Ráða því hvort við búum þar eina og eina helgi. Eða hvort við búum þar 7 mánuði á ári og restina af árinu á Spáni. Eða hvort við búum þar allan ársins hring. Við viljum geta ráðið því hvernig við búum á okkar eignarlandi. Hvort við búum þar í frístundahúsi, íbúðarhúsi, torfhúsi, hjólhýsi eða yurt tjaldi. Um það snýst okkar búsetufrelsi. Fyrir rúmu ári síðan var stofnað félag, Búsetufrelsi. Samtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes – og Grafningshrepps. Nú hefur innviðaráðherra sett saman starfshóp sem virðist stofnaður til höfuðs fólki sem býr á þennan hátt. Svo virðist sem mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá sumum sveitarfélögum við búsetufrelsið sem óskað er eftir. Það sem er einkennilegt við þennan gjörning innviðaráðherra, er að þeir sem starfshópurinn á að fjalla um, eiga ekki aðild. Það er ekki lýðræðislegt. Í nútíma stjórnsýslu er reynt gæta vel að þessu. Ekki fjalla um fólk án þess að það fái að koma að vinnunni. ,,Ekkert um okkur, án okkar.“ Þessi hópur sem kýs sem býr í frístundahúsinu sínu, er þó ekkert til að óttast. Hvernig fólk eru þessir bústaðabúar? Allskyns fólk. Rétt eins og í þéttbýlinu býr þversnið af íbúum þessa lands í frístundahúsum. Efnamikið fólk og efnalítið fólk. Íslendingar og útlendingar. Börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir. Sóðar og snyrtimenni. Kjánar og vitringar. Hvers vegna kýs fólk að flytja í sveitina og leggja það á sig að búa í frístundahúsi og fórna þægindunum eins og þeim að geta fengið pakka senda upp að dyrum og sorphirðu? Það er náttúran, friðsældin, fríska loftið og áherslan á önnur gildi sem ýtir fólki af stað í ævintýrið. Stærstu hóparnir eru þessir: Fólk sem kýs hæglætislífsstíl. Þau hafna því að eyða lífinu eins og hamstur á hjóli til að eiga í sig og á. Hafna því að stærstur hluti teknanna fari í húsnæðislán og að lífið gangi út á að vinna sem mest til að geta eignast þak yfir höfuðið. Fólk sem setur heilsuna og lífsgæði í fyrsta sæti. Í dag átta sig flestir á því hversu heilsuspillandi það er að lifa í sífelldri streitu vegna fjárhagsáhyggja. Fólk sem flýr mengun og hávaða höfuðborgarinnar vegna heilsubrests. Í sveitinni er loftið betra, engin mengun frá svifryki eða flugeldum og lítil ljósmengun svo eitthvað sé nefnt. Fuglasöngur í stað hávaða frá umferð bíla, flugvéla eða vegna byggingaframkvæmda. Fjarvinnufólkið. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu ár. Einkum í kjölfar Covid. Mörg fyrirtæki bjóða nú starfsfólki sínu að sinna sínum verkefnum í fjarvinnu. Það er líka umhverfisvænna þar sem það minnkar mengandi ferðalög frá heimili á vinnustað og minnkar álag á vegina og færri bílar á ferð skapa færri umferðateppur. Margir í þessum hópi sækja í sveitirnar. Einkum ef um náttúruunnendur og útivistarfólk er að ræða. Eldri borgarar sem vilja minnka við sig og eiga heimili í sínum kæra bústað. Þessi hópur hefur gjarnan sjálfur byggt bústaðinn og dyttað að í áraraðir. Þegar árin færast yfir vilja þau eiga sitt aðalheimili þar sem því líður best. Í Danmörku er eldri borgurum leift að skrá sig með sitt lögheimili í frístundahúsið sitt. Efnalítið fólk sem ekki ræður við afborgun af himinháum húsnæðislánum eða svimandi háu leiguverði. Stundum er þetta fólk sem hefur lent á örorku vegna sjúkdóma eða slysa og yfirvöld bregðast þeim. Þeim býðst ekki húsnæði í borginni og neyðast til að leita annað. Í bústaðnum búa þau sér síðan sína paradís og heilsan batnar oft í kjölfarið. Fólk sem starfar mikið erlendis og kemur heim í eitt tvö ár og fer svo aftur í önnur verkefni erlendis. Fólk af landsbyggðinni sem þarf að dvelja tímabundið nærri höfuðborginni vegna langvinnra veikinda og/eða meðferða. Eins og sjá má er hópurinn fjölbreyttur. Í sveitirnar kemur nýtt blóð með fjölbreyttan bakgrunn. Sveitirnar taka því vonandi fagnandi. Enda hefur fólksfækkun í sveitum landsins gert að verkum að þjónusta við íbúana hefur versnað síðustu ár vegna fámennis. Það er umhugsunarvert að á meðan sum sveitarfélög berjast um á hæl og hnakka gegn þessum breytingum, þá eru önnur sveitarfélög sem taka þessum íbúum fagnandi. Þar er óskað eftir að þessi hópur fái eðlilega skráningu lögheimilis í sínu húsi, eins og aðrir íbúar. Höfundur er formaður Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar