Formúla 1

Ó­væntar vendingar á Spáni í dag

Aron Guðmundsson skrifar
Fernando Alonso lenti í smá basli á heimavelli á Aston Martin bíl sínum í dag
Fernando Alonso lenti í smá basli á heimavelli á Aston Martin bíl sínum í dag Vísir/Getty

Max Ver­stappen, ríkjandi heims­meistari öku­manna í For­múlu 1 og öku­maður Red Bull Ra­cing, verður á rás­spól í Spánar­kapp­akstrinum sem fram fer á morgun.

Þetta varð ljóst eftir að Hollendingurinn setti hraðasta hringinn í tíma­tökum fyrr í dag. Þó það séu kannski ekki ó­vænt tíðindi, miðað við yfir­burði Red Bull Ra­cing á yfir­standandi tíma­bili, þá koma næstu menn á eftir Ver­stappen úr nokkuð ó­væntri átt.

Car­los Sainz, öku­maður Ferrari sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri það sem af er tíma­bili, ræsir annar á morgun og næst á eftir honum er að finna Lando Norris á bíl McLaren.

Pi­er­re Gasly, öku­maður Alpine, setti fjórða hraðasta tímann í síðustu um­ferð tíma­tökunnar en hann fékk síðan í hendurnar sex sæta refsingu fyrir að hafa í tví­gang þvælst fyrir öðrum öku­mönnum á hröðum hring.

Sjö­faldi heims­meistarinn Lewis Hamilton á bíl Mercedes ræsir fjórði en Sergio Perez (Red Bull Ra­cing) og Fernando Alon­so (Aston Martin, aðal keppi­nauta Ver­stappen í stiga­keppni öku­manna er ekki að finna á meðal fremstu manna.

Alon­so ræsir áttundi en í kjöl­far rigningar á brautar­svæðinu missti hann stjórn á bíl sínum og endaði utan brautar. Á þeirri stundu urðu skemmdir á undir­vagni bíls hans sem ekki tókst að laga að fullu.

Perez datt úr leik í tíma­tökum í annarri um­ferð. Honum tókst með naumindum að komast á­fram úr fyrstu um­ferð og í þeirri annarri endaði hann utan brautar undir lokin, skemmdi dekkja­gang sinn og mun ræsa ellefti á morgun.

Það stefnir því allt í ansi á­huga­verðan For­múlu 1 kapp­akstur á Spáni á morgun en ætla má, miðað við yfir­burði Ver­stappen á tíma­bilinu til þessa að lítil spenna muni ríkja um fyrsta sæti kapp­akstursins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.