Jókerinn er ekkert að grínast: Þrenna og sigur í fyrsta úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2023 07:01 Nikola Jokic var frábær í öruggum sigir Denver Nuggets á Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA í nótt. AP/Jack Dempsey Nikola Jokic fór á kostum þegar Denver Nuggets vann í nótt fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti um meistaratitilinn í NBA deildinni í körfubolta. Þetta var ekki aðeins fyrsti leikurinn í þessu úrslitaeinvígi heldur einnig fyrsti leikur Denver Nuggets í lokaúrslitum í 47 ára sögu félagsins og fyrsti leikur Jokic á stærsta sviðinu. Denver vann leikinn örugglega 104-93 en skyttur Miami voru ískaldar í leiknum og hittu aðeins úr 41 prósent skota sinna í leiknum. Nikola Jokic records a triple-double in his 1st ever Finals game as Denver takes Game 1!27 PTS14 AST10 REBWGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/ilmwGaflED— NBA (@NBA) June 2, 2023 Hinn magnaði Jóker var með 27 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum en hann tók bara tólf skot utan af velli og hitti úr átta þeirra. Jokic varð aðeins annar leikmaðurinn á síðustu 25 árum sem nær að gefa tíu stoðsendingar í fyrri hálfleik í lokaúrslitaleik en hinn var LeBron James árið 2017. Jamal Murray skoraði 26 stig og Aaron Gordon bætti við 16 stigum. Michael Porter Jr. skoraði 14 stig en Denver var aðeins undir í 34 sekúndur í leiknum og náði mest 24 stiga forkosti. Nuggets vann fyrsta leikhluta með níu stigum (29-20) og var síðan komið sautján stigum yfir í hálfleik, 59-42. Eftir þriðja leikhlutann var munurinn kominn yfir tuttugu stig en Miami lagaði stöðuna aðeins í lokin. Nikola Jokic becomes the 2nd player to record a triple-double in their Finals debut, joining Jason Kidd.Kidd: 23 PTS, 10 REB, 10 AST on 6/5/2002Jokic: 27 PTS, 14 AST, 10 REB in Game 1 pic.twitter.com/ZqqsfmKtoQ— NBA History (@NBAHistory) June 2, 2023 Bam Adebayo skoraði 26 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami Heat, Gabe Vincent var með 19 stig og Haywood Highsmith skoraði 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Hetja liðsins, Jimmy Butler, var hins vegar aðeins með þrettán stig og hitti bara úr 6 af 14 skotum sínum. Annar leikurinn fer líka fram í Denver eins og þessi og verður hann á sunnudaginn. GAME 1 FINAL SCORE Nikola Jokic SHOWS OUT as the @nuggets take Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Murray: 26 PTS, 10 AST, 6 REBMPJ: 14 PTS, 13 REB, 2 BLKGordon: 16 PTS, 7-10 FGBam: 26 PTS, 13 REB, 5 ASTGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/icgK8N22WB— NBA (@NBA) June 2, 2023 NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Þetta var ekki aðeins fyrsti leikurinn í þessu úrslitaeinvígi heldur einnig fyrsti leikur Denver Nuggets í lokaúrslitum í 47 ára sögu félagsins og fyrsti leikur Jokic á stærsta sviðinu. Denver vann leikinn örugglega 104-93 en skyttur Miami voru ískaldar í leiknum og hittu aðeins úr 41 prósent skota sinna í leiknum. Nikola Jokic records a triple-double in his 1st ever Finals game as Denver takes Game 1!27 PTS14 AST10 REBWGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/ilmwGaflED— NBA (@NBA) June 2, 2023 Hinn magnaði Jóker var með 27 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum en hann tók bara tólf skot utan af velli og hitti úr átta þeirra. Jokic varð aðeins annar leikmaðurinn á síðustu 25 árum sem nær að gefa tíu stoðsendingar í fyrri hálfleik í lokaúrslitaleik en hinn var LeBron James árið 2017. Jamal Murray skoraði 26 stig og Aaron Gordon bætti við 16 stigum. Michael Porter Jr. skoraði 14 stig en Denver var aðeins undir í 34 sekúndur í leiknum og náði mest 24 stiga forkosti. Nuggets vann fyrsta leikhluta með níu stigum (29-20) og var síðan komið sautján stigum yfir í hálfleik, 59-42. Eftir þriðja leikhlutann var munurinn kominn yfir tuttugu stig en Miami lagaði stöðuna aðeins í lokin. Nikola Jokic becomes the 2nd player to record a triple-double in their Finals debut, joining Jason Kidd.Kidd: 23 PTS, 10 REB, 10 AST on 6/5/2002Jokic: 27 PTS, 14 AST, 10 REB in Game 1 pic.twitter.com/ZqqsfmKtoQ— NBA History (@NBAHistory) June 2, 2023 Bam Adebayo skoraði 26 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami Heat, Gabe Vincent var með 19 stig og Haywood Highsmith skoraði 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Hetja liðsins, Jimmy Butler, var hins vegar aðeins með þrettán stig og hitti bara úr 6 af 14 skotum sínum. Annar leikurinn fer líka fram í Denver eins og þessi og verður hann á sunnudaginn. GAME 1 FINAL SCORE Nikola Jokic SHOWS OUT as the @nuggets take Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Murray: 26 PTS, 10 AST, 6 REBMPJ: 14 PTS, 13 REB, 2 BLKGordon: 16 PTS, 7-10 FGBam: 26 PTS, 13 REB, 5 ASTGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/icgK8N22WB— NBA (@NBA) June 2, 2023
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira