Jókerinn er ekkert að grínast: Þrenna og sigur í fyrsta úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2023 07:01 Nikola Jokic var frábær í öruggum sigir Denver Nuggets á Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA í nótt. AP/Jack Dempsey Nikola Jokic fór á kostum þegar Denver Nuggets vann í nótt fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti um meistaratitilinn í NBA deildinni í körfubolta. Þetta var ekki aðeins fyrsti leikurinn í þessu úrslitaeinvígi heldur einnig fyrsti leikur Denver Nuggets í lokaúrslitum í 47 ára sögu félagsins og fyrsti leikur Jokic á stærsta sviðinu. Denver vann leikinn örugglega 104-93 en skyttur Miami voru ískaldar í leiknum og hittu aðeins úr 41 prósent skota sinna í leiknum. Nikola Jokic records a triple-double in his 1st ever Finals game as Denver takes Game 1!27 PTS14 AST10 REBWGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/ilmwGaflED— NBA (@NBA) June 2, 2023 Hinn magnaði Jóker var með 27 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum en hann tók bara tólf skot utan af velli og hitti úr átta þeirra. Jokic varð aðeins annar leikmaðurinn á síðustu 25 árum sem nær að gefa tíu stoðsendingar í fyrri hálfleik í lokaúrslitaleik en hinn var LeBron James árið 2017. Jamal Murray skoraði 26 stig og Aaron Gordon bætti við 16 stigum. Michael Porter Jr. skoraði 14 stig en Denver var aðeins undir í 34 sekúndur í leiknum og náði mest 24 stiga forkosti. Nuggets vann fyrsta leikhluta með níu stigum (29-20) og var síðan komið sautján stigum yfir í hálfleik, 59-42. Eftir þriðja leikhlutann var munurinn kominn yfir tuttugu stig en Miami lagaði stöðuna aðeins í lokin. Nikola Jokic becomes the 2nd player to record a triple-double in their Finals debut, joining Jason Kidd.Kidd: 23 PTS, 10 REB, 10 AST on 6/5/2002Jokic: 27 PTS, 14 AST, 10 REB in Game 1 pic.twitter.com/ZqqsfmKtoQ— NBA History (@NBAHistory) June 2, 2023 Bam Adebayo skoraði 26 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami Heat, Gabe Vincent var með 19 stig og Haywood Highsmith skoraði 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Hetja liðsins, Jimmy Butler, var hins vegar aðeins með þrettán stig og hitti bara úr 6 af 14 skotum sínum. Annar leikurinn fer líka fram í Denver eins og þessi og verður hann á sunnudaginn. GAME 1 FINAL SCORE Nikola Jokic SHOWS OUT as the @nuggets take Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Murray: 26 PTS, 10 AST, 6 REBMPJ: 14 PTS, 13 REB, 2 BLKGordon: 16 PTS, 7-10 FGBam: 26 PTS, 13 REB, 5 ASTGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/icgK8N22WB— NBA (@NBA) June 2, 2023 NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Þetta var ekki aðeins fyrsti leikurinn í þessu úrslitaeinvígi heldur einnig fyrsti leikur Denver Nuggets í lokaúrslitum í 47 ára sögu félagsins og fyrsti leikur Jokic á stærsta sviðinu. Denver vann leikinn örugglega 104-93 en skyttur Miami voru ískaldar í leiknum og hittu aðeins úr 41 prósent skota sinna í leiknum. Nikola Jokic records a triple-double in his 1st ever Finals game as Denver takes Game 1!27 PTS14 AST10 REBWGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/ilmwGaflED— NBA (@NBA) June 2, 2023 Hinn magnaði Jóker var með 27 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum en hann tók bara tólf skot utan af velli og hitti úr átta þeirra. Jokic varð aðeins annar leikmaðurinn á síðustu 25 árum sem nær að gefa tíu stoðsendingar í fyrri hálfleik í lokaúrslitaleik en hinn var LeBron James árið 2017. Jamal Murray skoraði 26 stig og Aaron Gordon bætti við 16 stigum. Michael Porter Jr. skoraði 14 stig en Denver var aðeins undir í 34 sekúndur í leiknum og náði mest 24 stiga forkosti. Nuggets vann fyrsta leikhluta með níu stigum (29-20) og var síðan komið sautján stigum yfir í hálfleik, 59-42. Eftir þriðja leikhlutann var munurinn kominn yfir tuttugu stig en Miami lagaði stöðuna aðeins í lokin. Nikola Jokic becomes the 2nd player to record a triple-double in their Finals debut, joining Jason Kidd.Kidd: 23 PTS, 10 REB, 10 AST on 6/5/2002Jokic: 27 PTS, 14 AST, 10 REB in Game 1 pic.twitter.com/ZqqsfmKtoQ— NBA History (@NBAHistory) June 2, 2023 Bam Adebayo skoraði 26 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami Heat, Gabe Vincent var með 19 stig og Haywood Highsmith skoraði 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Hetja liðsins, Jimmy Butler, var hins vegar aðeins með þrettán stig og hitti bara úr 6 af 14 skotum sínum. Annar leikurinn fer líka fram í Denver eins og þessi og verður hann á sunnudaginn. GAME 1 FINAL SCORE Nikola Jokic SHOWS OUT as the @nuggets take Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Murray: 26 PTS, 10 AST, 6 REBMPJ: 14 PTS, 13 REB, 2 BLKGordon: 16 PTS, 7-10 FGBam: 26 PTS, 13 REB, 5 ASTGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/icgK8N22WB— NBA (@NBA) June 2, 2023
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira